Merki Kvennasögusafns

Kvendoktorar

Íslenskir kvendoktorar

1926-2015

Hvað viltu vita?

Spurt og svarað

Hvenær gerðist það?

Ártöl og áfangar í kvennasögu

Kvennasöguslóðir

Gönguferðir um

Reykjavík

Soroptimistasamband Íslands

KSS 2017/3. Soroptimistasamband Íslands. Einkaskjalasafn.

Soroptimistasamband Íslands er hluti af Evrópusambandi Soroptimista. Íslenskir soroptimistar eru um 600 talsins í 18 klúbbum viðs vegar um land. Í klúbbunum er leitast við að hafa fulltrúa sem flestra starfsstétta til að fá sem breiðastan hóp. Fyrsti íslenski klúbburinn var stofnaður árið 1959.

Soroptimistar eru alþjóðasamtök fyrir vinnandi konur í öllum störfum. Markmið Soroptimista er stuðla að heimsmynd þar sem konur og stúlkur ná í sameiningu fram því besta sem völ er á, bæði sem einstaklingar og sem hópur, og þar sem þær geta látið drauma sína rætast og til jafns við aðra skapað sterk og friðsöm samfélög um allan heim.

Núverandi stjórn félagsins afhenti gögnin 2. mars 2017. Laufey Baldursdóttir (formaður), Ásgerður Kjartansdóttir, Þóra Guðnadóttir og Gunndís Gunnarsdóttir.

Samtals 65 öskjur. Safnið inniheldur bréf, skýrslur, ársreikninga, fundargerðarbækur og fleira. Skrá fylgdi afhendingu. Afhending er lokuð og aðgangur háður leyfi.