Merki Kvennasögusafns

Kvendoktorar

Íslenskir kvendoktorar

1926-2015

Hvað viltu vita?

Spurt og svarað

Hvenær gerðist það?

Ártöl og áfangar í kvennasögu

Kvennasöguslóðir

Gönguferðir um

Reykjavík

Sigurlín Guðbrandsdóttir

KSS 102. Sigurlín Guðbrandsdóttir. Einkaskjalasafn.

Fædd árið 1907 á Loftsölum í Mýrdal, dáin 1996 í Reykjavík. Kaupakona í Mýrdal og Vestmannaeyjum. Fór til Reykjavíkur 1934, hóf störf hjá Álafoss árið eftir og starfaði þar framundir 1980. Björgvin Salómonsson, systursonur Sigurlínar afhenti Kvennasögusafni Íslands 13. október 2015.

Innihald:

Askja 1
Í örkum:
• Álafoss: bæklingur um Álafoss – Álafossvísurnar, 1934 – Jólakort og áramótakort
• Uppskrifuð ljóð
• Símskeyti, 1922-1992
• Sögufélag Skaftfellinga/Skaftfellingamót
• Þórunn Guðbrandsdóttir, dánarbú
• Guðbrandur Þorsteinsson, Loftsölum, Mýrdal: Minningarorð. Hamingjuósk frá dætrum.
• Erfðamál Sigurlínar, m.a. erfðaskrá
• Útför Sigurlínar, reikningar
• Afrit af gestabók við útför Sigurlínar
• Persónulegt: Fæðingarvottorð – ”Öll systkini mín” (handskrifað) – Viðurkenningarskjal frá Landssambandi iðnverkafólks – Ættarferð 1984
• Ljósrit af minningargrein um Sigurlínu í Morgunblaðinu 20. apríl 1996.
Askja 2-4
Minniskompur Sigurlínar, dagbækur og heimilisbókhald til nokkurra áratuga. Þar segir við 30. júní 1980: ”Það var verið að enda við að telja atkvæðin og Vigdís var kosin. Það er alveg voðalegt að slíkt skyldi verða, jeg er mikið óánægð.