Merki Kvennasögusafns

Kvendoktorar

Íslenskir kvendoktorar

1926-2015

Hvað viltu vita?

Spurt og svarað

Hvenær gerðist það?

Ártöl og áfangar í kvennasögu

Kvennasöguslóðir

Gönguferðir um

Reykjavík

Sigríður Matthíasdóttir

KSS 2017/8. Sigríður Matthíasdóttir. Einkaskjalasafn.

Sigríður Matthíasdóttir fæddist á Hellissandi 28. nóvember 1954. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Hjaltatúni í Vík í Mýrdal 8. janúar 2017.

Sigríður ólst upp á Hellissandi og síðar Hvolsvelli. Hún gekk í Menntaskólann í Reykjavík, lauk kennaranámi 1977 og lagði síðar stund á bókasafnsfræði við Háskóla Íslands. Hún var kennari, forstöðukona Bæjar- og héraðsbókasafnsins Selfossi um skeið og starfaði þar sem bókavörður til 2011. Þá starfaði hún með Kvennalistanum, einkum á Suðurlandi.

Afhent 11. maí 2017 af Finnboga Guðmundssyni.

Innihald

Askja 1

A Ljósmyndir

Fjórar ljósmyndir af konum að funda

B Prentað efni

  1. Póstkort með framboðslista Kvennalistans á Suðurlandi fyrir Alþingiskosningarnar 1995, Sigríður Matthíasdóttir er önnur á lista.
  2. Pilsaþytur – Afmælisblað Kvennalistans 1. tbl. 1. árg 1991

C Munir frá Kvennalistanum

  1. Barmerki
  2. Spil
  3. Pokar með slagorðinu „ég axla ábyrgð“ [einn blár og grænn, annar bleikur og hvítur]

Askja 2

D Bókhald Kvennalistans á Suðurlandi 1986-1990 [upprunaleg röð látin halda sér]