Merki Kvennasögusafns

Kvendoktorar

Íslenskir kvendoktorar

1926-2015

Hvað viltu vita?

Spurt og svarað

Hvenær gerðist það?

Ártöl og áfangar í kvennasögu

Kvennasöguslóðir

Gönguferðir um

Reykjavík

Ráðstefnan „Kvennahreyfingar - innblástur, íhlutun, irringar“

Tilvísun: KSS 139. Ráðstefnan „Kvennahreyfingar-innblástur, íhlutun, irringar“. Einkaskjalasafn.

Ráðstefnan „Kvinnorörelser—inspiration, intervention, irritation“ haldin á vegum NIKK 10.-12. júní 2004 í Reykjavík.  Kvennasögusafn Íslands og Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum sáu um undirbúning. Þátttakendur voru 264, þar af 66 Íslendingar. Aðrir þátttakendur voru frá öllum Norðurlöndunum ásamt einhverjum frá Eystrasaltslöndum og Rússlandi. Ráðstefnan hlaut styrk frá Norrænu ráðherranefndinni, Nordisk kulturfond, félagsmálaráðuneytinu og Háskóla Íslands. Sjá nánar í ársskýrslu Kvennasögusafns 2004.

Innihald:

Askja 1

  • Linda Vilhjálmsdóttir/Vilborg Dagbjartsdóttir, er fluttu ljóð við hádegisverði
  • Sýningarskrá og boðskort vegna sýningarinnar „Íslenskar kvennahreyfingar“ sem opnuð var í Þjóðarbókhlöðu í tilefni af ráðstefnunni. Einnig bréf Steinunnar Jóhannesdóttur til safnsins í tilefni af flutningi hennar og fleiri á lögum af plötunni „Áfram stelpur“ við opnun sýningarinnar
  • Mappa með ráðstefnugögnum, m.a. þátttakendalisti og úrdráttur úr fyrirlestrum
  • Efst liggja dreifibæklingar og plakat ráðstefnunnar

Askja 2

  • Verkefnahandbók ráðstefnunnar


*Fyrst birt 31. janúar 2019