Merki Kvennasögusafns

Kvendoktorar

Íslenskir kvendoktorar

1926-2015

Hvað viltu vita?

Spurt og svarað

Hvenær gerðist það?

Ártöl og áfangar í kvennasögu

Kvennasöguslóðir

Gönguferðir um

Reykjavík

Ólöf Pétursdóttir Hraunfjörð

KSS 48. Ólöf Pétursdóttir Hraunfjörð. Einkaskjalasafn.

Fædd 10. júlí 1932 í Selbúðum í Reykjavík, d. 6.des. 2011 í Reykjavík.
Ólöf lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Hveragerðis 1948 og sótti Húsmæðraskólann á Löngumýri veturinn 1949-1950. Hún lauk stúdentsprófi frá MH 1990 og lauk prófi sem bókavörður 1995. Ólöf vann m.a. í bókabúð KRON, hjá RARIK og hjá Strætisvögnum Kópavogs. Hún var virk í félagsmálum, sat m.a. um tíma í stjórn Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna og var varabæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins í Kópavogi.
Giftist 1955 Karli Árnasyni, forstjóra Strætisvagna Kópavogs. Eignuðust 3 börn.

Sonur Ólafar, Jóhannes Hraunfjörð Karlsson, færði Kvennasögusafni efnið 7. febrúar 2013.

Innihald

Safnið telur fimm öskjur og er því skipt þannig:

A Ólöf P. Hraunfjörð

B Bréfasafn

C Annað efni (Hulda Pétursdóttir frá Útkoti)

 

A Ólöf P. Hraunfjörð

Askja 1:

˖ Samtíningur úr möppu, saman  í örk

˖ Samtíningur úr möppu, saman í örk

˖ Viðvíkjandi: Ragnheiði Spence, Carl Jensen, Kristínu Eiríksdóttur

˖ Einar Axelsson

˖ Jóhanna Kristín Yngvadóttir, listmálari. Lífsferill (ljósrit af greinum)

˖ Teikningar (ljósrit); ljósmynd af bæjarstæði

˖ Niðjatal Ólafar Finnsdóttur og Jóns Þórarinssonar, Strýtu

˖ Úr umslagi merkt Sigurást og Pétur (Sigurást Kristjánsdóttir og Pétur Hraunfjörð, foreldrar Ólafar), aðallega vísur

Askja 2:

˖ Minningargreinar e. Ólöfu (ljósrit og úrklippur)

˖ Ýmislegt efni vegna starfs Ólafar hjá Rarik og starfslok

˖ Húsmæðraskólinn á Löngumýri (ljósmyndir, bréf o.fl.

˖ Eystrasaltsvikan: þátttakendalisti 1961-1975; dagskrá v. heimsóknar Marianne Loge 1987; erindi Ólafar P. Hraunfjörð 1972

˖ Ferðasaga úr Flatey (Ólöf)

˖ Lýsing á vinnu í Efnagerðinni Val, ágúst-sept. 1970 (Ólöf)

˖ Frásögn af fæðingu og sjóferð (Karl?)

˖ MFÍK – fatasending til Angóla; námshringir

˖ Handskrifuð frásögn af óeirðum á borgarstjórnarfundi í Reykjavík 1932. Höf. Ókunnur

˖ Ljóð eftir Huga Hraunfjörð. Birtist í ljóðabók hans

˖ Umsókn Ólafar til Tryggingastofnunar um hárkollustyrk til eiginmanns, höfnun Tryggingastofnunar

˖ Unnur Pétursdóttir. Afmæliskveðja

˖ Ásta María Skúladóttir. Ljóð ort á fermingardaginn,  Hugi Hraunfjörð

˖ Edgar Holger Cahill

˖ Sigríður Jónsdóttir, börn hennar

Askja 3:

Nokkrar minnisbækur og dagbækur frá Ólöfu

  

B Bréfasafn

Askja 4:

Neðst í öskjunni liggja kort og umslög

Í örkum:

˖ Bréfslitur og pappírar, sundurlausir

˖ Bréf og kort frá Kvennasögusafni

˖ Frá Huldu Hraunfjörð

˖ Frá Pétri Hraunfjörð, föður Ólafar

˖ Frá Pétri Hraunfjörð, bróður Ólafar

˖ Frá Unni Hraunfjörð Magnússon, og til hennar

 

C Annað (Hulda Pétursdóttir frá Útkoti)

Askja 5:

Neðst í öskjunni liggja kort og umslög, einnig  tölvudiskur

Í örkum:

˖ Gullkista þvottakvenna, ýmis handrit

˖ Gullkista þvottakvenna: fréttatilkynning frá RÚV, bókadómar, frétt í Þjóðviljanum

˖ Gullkista þvottakvenna: samskipti við borgarstjóra og Árbæjarsafn

˖ Minningar- og afmælisgreinar e. Huldu

˖ Hervör Baldursdóttir: „Fyrstu kynni mín af hernáminu“

˖ Nokkur bréf til Huldu