Merki Kvennasögusafns

Kvendoktorar

Íslenskir kvendoktorar

1926-2015

Hvað viltu vita?

Spurt og svarað

Hvenær gerðist það?

Ártöl og áfangar í kvennasögu

Kvennasöguslóðir

Gönguferðir um

Reykjavík

Nína Tryggvadóttir (1913—1968)

Nína Tryggvadóttir var fædd 16. mars 1913 á Seyðisfirði.

Foreldrar hennar voru Tryggvi Guðmundsson, kaupmaður þar og síðar gjaldkeri í Reykjavík, og seinni kona hans Gunndóra Benjamínsdóttir.

Nína stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík. Þá lærði hún hjá Ásgrími Jónssyni listmálara 1932—1933. Árið eftir var hún í myndlistarnámi hjá Finni Jónssyni og 1934—1935 í myndlistarskóla hans og Jóhanns Briem. Árið 1935 hlaut Nína styrk til listnáms við Konunglegu listaakademíuna í Kaupmannahöfin og lauk námi þaðan 1939. Hún stundaði framhaldsnám hún í París 1939—1940 og hjá Fernard Leger og Hans Iloffniann í New York 1942—1945.

Nína hélt sína fyrstu sérsýningu í Garðastræti 17 í Reykjavík 1942, en fyrsta sérsýning hennar erlendis var í New York í New Art Circle 1945. Nína kom víða við í störfum sínum; skrifaði ljóð, samdi og myndskreytti barnabækur og til eru handrit að ballettum, smásögum, kvikmynda- og útvarpsþáttum. Hún var að öllum líkindum fyrsti íslenski listamaðurinn sem málaði módernískt portrett, en það var af Steini Steinarri skáldi. Nína vann einnig myndverk úr gleri og mósaík, m.a. steinda glugga fyrir Þjóðminjasafn Íslands og mósaíkmynd á kórgafl í Skálholtskirkju.

Nína var gift dr. Alfred L. Copley, lækni í New York. Dóttir þeirra er Una Dóra Copley.

Ljóð:
Ég stend
á miðjum vegi
einangruð,
með ekkert framundan
og ekkert að baki.
Sérhver breyting
er ný byrjun
sérhver byrjun
flótti frá því sem var,
hvert skref
formlaus tilfinning
af ósigri,
ný refsing,
nýr dauði,
nýtt líf.

Heimild: Morgunblaðið, 26.06.1968, bls. 15 og Ártöl og áfangar í sögu íslenskra kvenna, bls. 75.

Ljóðið, ásamt fleiri ljóðum Nínu, voru einnig birt í tímaritinu Líf og list árið 1950.

---

Einkaskjöl á Þjóðarbókhlöðunni:
Nokkur bréf frá Nínu er varðveitt á Kvennasögusafni, sjá KSS 6 og KSS 72.
Bréf frá Nínu til Erlendar í Unuhúsum eru varðveitt á handritasafni, sjá Lbs 5 NF.

Mynd frá Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.Úr bréfi Nínu til Erlends í Unuhúsi 14. Júní 1946, Lbs 5 NF, askja 3.

Nína Tryggvadóttir©Una Dóra Copley/Myndstef.

Ítarefni:

  • Upptaka af fyrirlestri Hallgríms Oddssonar um baráttu Nínu Tryggvadóttur fyrir landvistarleyfi í Bandaríkjunum. Fyrirlesturinn var í Listasafni Íslands.
  • Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafns Íslands og Una Dóra Copley ræða um ævi og list Nínu Tryggvadóttur, upptaka frá 23. september 2015.
  • Borgarráð samþykkir að stofna safn um verk Nínu Tryggvadóttur. Vísir 17. maí 2018.
  • Verk Nínu Tryggvadóttur eru hluti af þjóðararfinum. Vísir 18. maí 2018.
  • Aðalsteinn Ingólfsson, „Elsku vinkona mín í Vesturheimi“, Ritmennt, 1. tbl. 5. árg., bls. 48-56.
  • Umfjöllun um Nínu í Melkorku 1946: „Persónuleiki og heild er yfir myndum hennar, og er henni skipaður sess hjá beztu málurum okkar. Með pensli sínum tengir hún Ísland við hinn stóra heim. Þegar við eigum slíka listakonu meðal okkar, ættum við sem listelsk þjóð að gera það sem við getum, til þess að skapa henni sem allra bezt vinnuskilyrði.“
  • Umfjöllun um Nínu í Melkorku 1949: „Eins og er með alla nýja list, getur augað þurft tíma til að venjast myndum Nínu, en hún er nú meðal hinna fremstu af yngri listmálurum vorum.“

Ljósmyndir:

Mynd fra Listasafni Islands / National Gallery of Iceland by The Lake.Listasafn Íslands

Mynd frá Listasafn Íslands við Tjörnina / National Gallery of Iceland by The Lake.Listasafn Íslands

Mynd frá Listasafn Íslands við Tjörnina / National Gallery of Iceland by The Lake.Listasafn Íslands

Listasafn Íslands

Listasafn Íslands

Mynd frá Ljósmyndasafn Reykjavíkur / Reykjavik Museum of Photography.Ljósmynd:©Andrés Kolbeinsson / Ljósmyndasafn Reykjavíkur
1956, Nína Tryggvadóttir, myndlistarkona

Kvennasögusafn Íslands tekur við skjalasöfnum - bréfum, dagbókum o.þ.h. - frá einstaklingum og félagasamtökum. Hafðu samband ef þú vilt afhenda skjöl.

* Fyrst birt 15. mars 2019