Merki Kvennasögusafns

Kvendoktorar

Íslenskir kvendoktorar

1926-2015

Hvað viltu vita?

Spurt og svarað

Hvenær gerðist það?

Ártöl og áfangar í kvennasögu

Kvennasöguslóðir

Gönguferðir um

Reykjavík

Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna (MFÍK)

KSS 31. Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna (MFÍK). Einkaskjalasafn.

María S. Gunnarsdóttir, formaður MFÍK, afhenti ásamt fleiri stjórnarkonum 9. apríl 2001, en þá voru fyrir í safninu fundagerðir og ýmis skjöl sem óljóst er hvenær bárust.

Athugasemdir skjalavarðar:

Skjölin frá MFÍK komu í möppum þar sem haldið var utanum starfsemina eftir árum. Auður Styrkársdóttir fínraðaði. Hún skrifaði einnig lýsingu í janúar 2009 og setti á safnmark Kvss 95-107.  31. júlí 2013 fékk safnið safnmarkið KSS 95. Rakel Adolphsdótti setti á safnmarkið KSS 35 í febrúar 2017.

Innihald

Listi yfir öskjur

95.
Fundargerðabækur stjórnarfunda MFÍK
1951-1956, 1956-1965, 1965-1973, 1973-1985
96.
Fundargerðir MFÍK 1951-1972
97.
- Félagsfundagerðir 1982-1995
- Bók um Eugénie Cotton, einn stofnanda og forseta Women´s International Democratic Federation (ALK) 1945-1967
- Bók útgefin af World Congress of Women, Moskvu 1987
- Þátttakendur á World Congress of Women í Prag 1981
Ýmis kort til MFÍK, dreifimiðar o.fl.
98.
- Starfsskýrslur stjórnar, 1955-1964 (1958 handskrifuð)
- Starfsskýrslur stjórnar 1966-1980
- Starfsskýrslur stjórnar 1981-1988
- Starfsskýrslur stjórnar 1993-1999
- Heimsþing kvenna í Kaupmannahöfn 1953
- Fjársöfnun MFÍK 1967 til kaupa á lyfjum og matvælum handa börnum í S-Víetnam. Bréf vegna komu Sara Lidman ásamt listum með nöfnum þeirra sem gáfu fé. Ræða frá fundi með Söru (vantar aftan á)
- Aðstöðunefnd íslenskra kvenna 1970. Gögn nefndarinnar
- 8. mars á vegum MFÍK. Erindi og fundarboð ásamt ávörpum og bréfum (sjá einnig nr. 157, 348 og 415, einnig A1 í úrklippum)
99.
Gögn frá 1951 - 1985. Raðað eftir árum
(Vantar gögn frá árunum 1954, 1962, 1963, 1964, 1971 og 1977)
100.
Gögn frá 1988 - 2000. Raðað eftir árum
(Vantar gögn frá 1986, 1987, 1989 og 1990)
101. Bréf innlend 1954 - 1975. Raðað eftir árum
102. Bréf innlend 1976 - 2000. Raðað eftir árum
(Vantar árin 1989 og 1990)
103.
Erlend bréfasamskipti. Raðað eftir árum
(Vantar árin 1958, 1971-1974 og 1981
- Nokkrar skýrslur erlendra bréfritara
104.
Erindi, ávörp o.fl.:
- ,,Gegn vígbúnaði og tortímingu fyrir friði". Bæklingur Iðnnemasambands Íslands, Íslensku friðarnefndarinnar, MFÍK, Rauðsokkahreyfingarinnar, Sambands íslenskra námsmanna erlendis og Samtaka herstöðvaandstæðinga 1980
- Gögn frá Þórunni Magnúsdóttur í sept. 2000: ,,Vitrænt líf-vistvænt umhverfi" (námsstefna 1995), ,,Námsstefna um málefni Evrópubandalagsins og EES (1995?), samþykkt félagsfundar 10. apríl 1992 vegna mengunar frá herliðinu (1992), ,,Þorláksmessuganga 1994", fundarsamþykktir 1994, ræður og erindi Þ.M. frá Nordisk kvinnoforum 1994
- Lög MFÍK frá ýmsum tímum
- Ávarp gegn undirbúningi kjarnorkustyrjaldar og Ávarp fyrir heimsþing mæðra (ljósrit úr Melkorku
1955)
- Friðarbarátta kvenna: Brautryðjendur (erindi um Alþjóðasambandið)
Saman í örk:
- Starfsreglur ALK 1950, og Kvinnenes Demokratiske Verdensforbund - Program (úr fórum
Kvenfélags Sósíalista)
- Greinargerð um Alþjóðasambandið og MFÍK (1980)
- Greinargerð um MFÍK (sennilega eftir Þórunni Magnúsdóttur 1994)
- ALK 50 ára afmæli 1995
Saman í örk (ýmis erindi, skýrslur og ávörp):
- Erindi - Guðrún Þórsdóttir, á fundi 2000 (?)
- Erindi - Guðrún Ebba Ólafsdóttir, á fundi 1999
- Erindi - Pétrína Ó. Þórsdóttir, á fundi 1999
- Erindi - Bjarney Friðriksdóttir, á fundi 1999
- Erindi - Guðrún Ólafsdóttir, á fundi 1999
- Erindi - Guðrún Friðgeirsdóttir, á fundi 1998
- Erindi - Þórunn Magnúsdóttir, á fundi 1995
- Erindi - Valgerður K. Jónsdóttir, á fundi 1995
- Ræða- Steinunn Harðardóttir, flutt á heimsfriðarþingi í Khöfn 1986
- Ræða S-Anna María Edelstein á fundi 1974
- Alþjóðlegt starf MFÍK, framsöguræða Maríu Þorsteinsdóttur á fulltrúaráðsfundi 1967
- Ávarp flutt 27. okt. 1965 á ráðstefnu ALK í Salzburg - á íslensku
- Greinargerð frá þingi ALK, líklega frá 1965
- Heimsþing kvenna í Moskvu dagana 24.-29. júní 1963
- Vélrituð grein um MFÍK (1956)
- Skýrsla á ensku um starfsemi MFÍK 1955 og 1956
- Nokkur ódagsett erindi og ódagsett viðtal Berit Ås og Eva Norland við Helen og Bill Caldicott
- Greinargerð um MFÍK (frá 1978). Örstutt ágrip af sögu félagsins birt í 8. mars-hefti
- Kveðja til Halldóru B. Björnsson (1968)
- Hlutabréf MFÍK í útvarpsstöðinni Rót (1988)
- Akureyrardeild MFÍK. Starfsskýrslur 1956 og 1958. Lög deildarinnar (ódagsett)
- Kvennaársnefnd MFÍK - kvennaárið 1975
105.
Heimsfriðarganga kvenna 2000. Gögn tengd Heimsfriðargöngu kvenna gegn örbirgð og ofbeldi árið 2000: - béf innlend og erlend, erlent efni, undirskriftarlistar, blaðaúrklippur
106.
Alþjóðasamband lýðræðissinnaðra kvenna (ALK). Ýmislegt efni tengt ALK, aðallega ársskýrslur og skýrslur tengdar heimsþingum kvenna. Íslenskt efni efst
107.
- Úrklippubók frá heimsþingi kvenna 5.-10. júní 1953. Gjöf til MFÍK frá Guðrúnu Gísladóttur
- Ýmsar úrklippur

---

Tengt efni:

Askja 181.
- Ræður og greinar eftir félagskonur og formenn, m.a. María Þorsteindóttir, Rannveig Haraldsdóttir
- Fréttatilkynning um Angóla og ýmis brot
- MFÍK og Alþjóðasamband lýðræðissinnaðra kvenna (ALK - saga samtakanna að e-u leyti).
- Gögn frá friðarþingum - heimsráðstefnum. Eitt blað frá íslenskum þátttakanda á Kvennaþingi í Kaupmannahöfn 1953, vantar framhald

Askja 292.
Meðal annars:
- Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna (MFÍK). Allstór bunki af skjölum