Merki Kvennasögusafns

Kvendoktorar

Íslenskir kvendoktorar

1926-2015

Hvað viltu vita?

Spurt og svarað

Hvenær gerðist það?

Ártöl og áfangar í kvennasögu

Kvennasöguslóðir

Gönguferðir um

Reykjavík

Mæðrafélagið

KSS 5. Mæðrafélagið. Einkaskjalasafn.
(1936-1983)

Tilgangurinn með stofnun félagsins var að beita sér fyrir réttarbótum fyrir mæður og börn, og aukinni menningu. Fyrsti formaður var Laufey Valdimarsdóttir. Haldnir voru fræðslufundir og erindi flutt um ýmislegt er barnauppeldi og barnafræðslu varðar. Einnig voru haldin saumanámskeið á vegum félagsins og foreldrafundir í samráði við skólastóra og fræðslufulltrúa. Félagið starfrækti lengi sumardvalarheimilið Vorboðann með Þvottakvennafélaginu Freyju og Verkakvennafélaginu Framsókn.

Meðlimir síðustu stjórnar félagsins afhentu Kvennasögusafni gögnin sem þær höfðu varðveitt 28. október 1987.

Innihald: 

Askja 1. Fundargerðabækur 1936-1959

Askja 2. Fundargerðabækur 1960-1983

Askja 3. Ýmis gögn úr fórum Mæðrafélagsins

  • Fundaboð
  • Söguyfirlit
  • Bréf
  • Nafnabók
  • Gestabók [frá 1961]