Merki Kvennasögusafns

Kvendoktorar

Íslenskir kvendoktorar

1926-2015

Hvað viltu vita?

Spurt og svarað

Hvenær gerðist það?

Ártöl og áfangar í kvennasögu

Kvennasöguslóðir

Gönguferðir um

Reykjavík

Ljósmæðrafélag Íslands

Ljósmæðrafélag Íslands var stofnað í Reykjavík 2. maí 1919. Það var fyrsta stéttarfélag faglærðra kvenna á Íslandi.

Í 2. grein laga félagsins segir: „Tilgangur félagsins er að efla hag ljósmæðrastéttarinnar og glæða áhuga íslenskra ljósmæðra fyrir öllu því, er að starfi þeirra lýtur, og stuðla að því, að ljósmæður þær, er fengið hafa námsstyrk, verði við starf sitt ekki skemur en 5 ár, nema forföll hamli."

Á stofnfundi þess voru 20 ljósmæður saman komnar að Laugavegi 20 til að ræða nauðsyn þess að þær stofnuðu með sér félag til að vernda hagsmuni stéttarinnar. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu Þuríður Bárðardóttir formaður en hún var einnig aðalhvatamaður að stofnun félagsins, Þórdís E. Jónsdóttir ritari og Þórunn A. Björnsdóttir gjaldkeri.

Strax í júlí það sama ár hóf félagið baráttu sína fyrir betri kjörum og fór fram á hækkun á launum í Reykjavík við bæjarstjórn ásamt því að senda erindi til Alþingis varðandi breytingu á lögum vegna launakjöra ljósmæðra.

Morgunblaðið 7. maí 1919 bls. 3Vísir 5. júlí 1919, bls. 2Morgunblaðið 22. júlí 1919, bls. 1 *Smelltu á myndirnar til að sjá fréttirnar á vefnum timarit.is

Árið 1922 hóf félagið útgáfu á Ljósmæðrablaðinu og er það enn gefið út [árið 2018]. Er það því elsta kvennablaðið á Íslandi sem er enn í útgáfu.

Heimildir:
  • Erla Hulda Halldórsdóttir, & Guðrún Dís Jónatansdóttir. (1998). Ártöl og áfangar í sögu íslenskra kvenna. (Ný og endurbætt útg. ed.). Reykjavík: Kvennasögusafn Íslands, bls. 109.
  • Ljósmæður á Íslandi II. Rit þetta er gefið út í tilefni af 60 ára afmæli Ljósmæðrafélags Íslands 2. maí 1979. Ritstjóri Björg Einarsdóttir (Reykjavík, 1984). Einkaskjalasafn útgáfunnar er varðveitt á Kvennasögusafni, sjá skjalaskrá.
Annað efni:
Heimasíða Ljósmæðrafélagsins
Einkaskjalasafn Emilíu Biering (1908-2006) ljósmóður, KSS 132.
 

*Fyrst birt 2. maí 2018

*Síðast breytt 11. janúar 2019