Merki Kvennasögusafns

Kvendoktorar

Íslenskir kvendoktorar

1926-2015

Hvað viltu vita?

Spurt og svarað

Hvenær gerðist það?

Ártöl og áfangar í kvennasögu

Kvennasöguslóðir

Gönguferðir um

Reykjavík

Kvenstúdentafélag Íslands

Kvenstúdentafélag Íslands

Kvenstúdentafélag Íslands var stofnað 7. apríl 1928. Meginverkefni félagsins hefur verið að styrkja íslenskar konur til mennta og framgangs. Í upphafi sögu félagsins var eitt fyrsta skref félagsins til að stuðla að menntunarmöguleikum kvenna á Íslandi að safna fé til að kaupa eitt herbergi á nýjum stúdentagarði.

Félagið kallast nú Félag háskólakvenna. Sjá heimasíðu félagsins: www.felaghaskolakvenna.is

 


Ath. Feitletruðu númerin vísa til öskjunúmera Kvennasögusafns Íslands. Gögn eru afgreidd frá 1. hæð Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns.

KSS 130. Kvenstúdentafélag Íslands. Einkaskjalasafn.


Gögn er komu í safnið frá KRFÍ í sept. 2008
- History of the Icelandic Association of University Women. Án ártals, en frá árunum 1949-1953
- Svannasöngur á götu e. Laufeyju Valdimarsdóttur. Útg. 1930. Norræna studentamótið 1930, bæklingur. Norræna stúdentamótið 1930, söngvar, bæklingur (vantar bls. 7-10)
- Skrá um konur brautskráðar frá skólanum á Akureyri (MA) 1929-1963 (283 nöfn)
- Dúxaveislan. Kvenstúdentar frá MR 1941, 25 ára hóf 1966. Söngtextar
- Afrit af bréfi frá stjórn kvenstúdentafélags Íslands vegna minningar Bjargar Þorláksdóttur. Ódagsett, sennilega fréttatilkynning. - Afrit af bréfi þar sem félagskonur eru hvattar til að mæta á „klúbbkvöld“ félagsins á miðvikudagskvöldum í Þingholtsstræti 18 „til skrafs og ráðagerðar og lestrar á góðum útlendum blöðum og tímaritum. Heiti blaða og tímarita sem tiltæk eru nefnd í bréfinu. – Úrsagnarbréf frá Sigríði Þ.M. Kjerulf, dags. 17 maí 1933. – Vélritaður listi með 15 nöfnum. – 2 umslög með stimpli Kvenstúdentafélags Íslands
- Afrit af bréfi dags. 22 ágúst 1928 með ósk um upptöku í International Federation of University Women. – Rökin fyrir félagsskapnum eru hér rakin
- Afrit af bréfi dags. 25 febrúar 1929 til erlendu samtakanna vegna gjalds Kvenstúdentafélagsins til þeirra. – Afrit af bréfi dags. 4 mars 1929 vegna sama
- Afrit af bréfum vegna gjalda til alþjóðasamtakanna 1928, 1929, 1930 og 1935 - Bréf frá alþjóðasamtökum háskólakvenna, dags. 25 apríl 1935, þar sem segir af fyrirhugðari heimsókn 6 kvenna til Íslands um sumarið til að stúdera dýralíf og gróðurfar og óska eftir að hitta einhverjar félagskonur. – Bréf frá Eleanor McCallum, dags. 10 mars 1934, þar sem segir frá fyrirhugaðri komu hennar til Íslands