Merki Kvennasögusafns

Kvendoktorar

Íslenskir kvendoktorar

1926-2015

Hvað viltu vita?

Spurt og svarað

Hvenær gerðist það?

Ártöl og áfangar í kvennasögu

Kvennasöguslóðir

Gönguferðir um

Reykjavík

Kvennalistar Akureyri


Kvennalistar á Akureyri og á Seyðisfirði

------------------------------------------------------------------
Akureyri

 • 1910 - Kvennalisti borinn fram í fyrsta sinn þegar giftar konur (þ.e. konur kjósenda) voru komnar með kosningarétt. Í eina sæti listans var Halldóra Bjarnadóttir, skólastýra Barnaskólans. Listinn hlaut aðeins 33 atkvæði af þeim 411 sem greidd voru.
  Heimild: Norðurland, 6. janúar 1910.
 • 1911 - Kvennalistinn hlaut 79 atkvæði af 472 (16,7%) og Kristín Eggertsdóttir, sjúkrahússtýra, var kjörin í bæjarstjórn, fyrst kvenna á Akureyri.
  Heimild: Norðurland, 7. janúar 1911.
 • 1914 - Kristín Eggertsdóttir var efst á einum listanum við kosningarnar 1914 en sennilega var það ekki kvennalisti. Listinn hlaut aðeins 30 atkvæði og kom engum að.
  Heimild: Norðurland, 5. janúar 1914.
 • 1921 - Halldóra Bjarnadóttir var í efsta sæti B-listans og Kristín Eggertsdóttir í öðru sæti. Listinn hlaut 161 atkvæði af þeim 550 sem greidd voru (29%) og Halldóra kjörin.
  Heimild: Íslendingur, 18. janúar 1921.
 • 1923 - Kristín Eggertsdóttir, veitingakona, skipaði fyrsta sæti C-listans og Anna Magnúsdóttir, kennslukona, annað sætið. Listinn hlaut 68 atkvæði af 822 (8.3%) og náði Kristín ekki kjöri.
  Heimild: Íslendingur, 3. janúar 1923.

Kristín Eggertsdóttir 1877-1924
Halldóra Bjarnadóttir 1873-1981
---------------------------------------------------------------------

Seyðisfjörður

Konur buðu fram sérstakan lista á Seyðisfirði árið 1910, B-listann. Á honum voru Solveig Jónsdóttir frá Múla og Margrét Björnsdóttir. Listinn hlaut 81 atkvæði af þeim 223 sem greidd voru (36,3%) og hlaut Solveig kosningu.
Heimild: Austri, 8. janúar 1910.

 

Solveig Jónsdóttir 1884-?