Merki Kvennasögusafns

Kvendoktorar

Íslenskir kvendoktorar

1926-2015

Hvað viltu vita?

Spurt og svarað

Hvenær gerðist það?

Ártöl og áfangar í kvennasögu

Kvennasöguslóðir

Gönguferðir um

Reykjavík

Katrín Gísladóttir

KSS 61. Katrín Gísladóttir. Einkaskjalasafn.

Fædd að Heiðarbæ í Þingvallasveit 2. apríl 1903, dáin í Reykjavík 5 sept. 1997.
Hóf hjúkrunarnám við Landspítalann 1930 og lauk prófi 1933, stundaði að því loknu nám í Finnlandi í 6 mánuði. Starfaði síðan á Vífilsstöðum í tíu ár og eftir það á skurðstofu Landspítalans, lengst sem yfirhjúkrunarkona, til ársins 1982. Var áður vinnukona í norska sendiráðinu í Reykjavík og í Noregi og Þýskalandi hjá norsku söngkonunni Ericu Darboe. Giftist ekki. Bjó lengi með Vilborgu (Minnie) Ólafsdóttur (1917-1978) að Blómvallagötu 13 í Reykjavík.

Hrefna Clausen færði gögnin á Kvennasögusafn Íslands 12. ágúst 2014. Katrín var afasystir Hrefnu.

Innihald

Askja 1:

Bréf til Katrínar. Bréfritarar:

Dísa (Herdís Matthewman), Derby, Englandi

Erla Þorsteinsdóttir frá Lambavatni

Inga og Sven Larsen, Billings, Montana

Marit Teisen, Damörk

Margot Frost, Breslau

Robert Traustason (Tobbi), Tokyo

Ruth og Finn Teisen, Danmörk

Minnie (Vilborg Ólafsdóttir)

Þóra, Osló

Ýmsir

 

Askja 2:

Gögn varðandi sumarhús hjúkrunarkvenna (m.a. afrit af bréfi til sakadómarans í Reykjavík 1940)

Uppköst (?) að nokkrum bréfum frá Katrínu

Halldóra Sigríður Árnadóttir (1909-1993), æviágrip

Bréf til Hrefnu Gunnarsdóttur

Bréf til Minnie Ólafsdóttur

Símskeyti á 60 ára afmæli Minniar (Vilborgar ólafsdóttur)

Símskeyti á 80 ára afmæli Katrínar Gísladóttur

Um Katrínu (m.a. ljósrit af minningargreinum)

 

Askja 3:

Gestabók úr eftirkaffi eftir útför Katrínar Gísladóttur á Hótel Sögu, 12 sept. 1997

Gestabók (1974-1987)

Nýja testamentið og sálmarnir, áritað til Vilborgar Ólafsdóttur frá fermingarföður

Lítil minnisbók með dagatali o.fl. frá Sjálfstæðisflokknum1946

„Píslarþankar hljóðandi um þá ena fyrri og síðari herleiðingu ens eðla dánumanns Ólafs Friðrikssonar“ diktaðir af Jónatan Pálssyni, revisor m.m.

Skólaminningabók merkt Minnie Ólafsdóttur, frá Reykholti 1932-33

Sænsk stílabók, merkt Minnie Ólafs (aðeins nokkrar pennateikningar)

 

Askja 4:

Minnisbækur, vasabækur

 

Askja 5:

Kort; póstkort og jólakort. Grisjað