Merki Kvennasögusafns

Kvendoktorar

Íslenskir kvendoktorar

1926-2015

Hvað viltu vita?

Spurt og svarað

Hvenær gerðist það?

Ártöl og áfangar í kvennasögu

Kvennasöguslóðir

Gönguferðir um

Reykjavík

Herdís Ásgeirsdóttir (1895-1982)

KSS 55. Herdís Ásgeirsdóttir.

4 öskjur

Fædd í Reykjavík 31. ágúst 1895, látin í Reykjavík 3. okt. 1982.
Foreldrar: Rannveig Sigurðardóttir og Ásgeir Þorsteinsson, skipstjóri

Herdís giftist Tryggva Ófeigssyni útgerðarmanni. Þau eignuðust fimm börn: Pál Ásgeir, Jóhönnu, Rannveigu, Herdísi og Önnu.

Herdís tók virkan þátt í starfi kvenfélagsins Hringurinn og Bandalags kvenna í Reykjavík. Hún var formaður orlofsnefndar húsmæðra fyrstu árin (frá 1960).

Heimildir um Herdísi: Morgunblaðið 31. ágúst 1965, og 14. okt. 1982.

Gefandi: Rannveig Hallvarðsdóttir. Afhent 2011.

192. 

Flokkar:
A Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík
B Ýmislegt

A Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík


Askja 1:
Norrænt efni/fyrirmyndir – Ráðningasamningar – Húsnæði – Skýrslur og eyðublöð – Skrár yfir orlofsgesti

Askja 2:
Orlofsnefnd: fundagerðir Herdísar Ásgeirsdóttur, o.fl. – Samskipti við Mæðrastyrksnefnd 1964 – Bréfasamskipti við ráðuneyti og Reykjavíkuborg, ca. 1960-1968.

Askja 3:
Ýmis handrit Herdísar Ásgeirsdóttur – Útvarpserindi Herdísar Ásgeirsdóttur um húsmæðraorlof – Ræður og ávörp til þátttakenda í húsmæðraorlofi – 3 minnisbækur

B Ýmislegt

Ein askja
Slitur og ósamstætt efni - Draumar Herdísar Ásgeirsdóttur – Bréf varðandi fæðingardeild Landspítalans frá Bandalagi kvenna, 1956, 1959 og 1960 – Bréf dóms- og kirkjumálaráðuneytis til kvenfélagsins Hringurinn 5. maí 1952 um fyrirhugaða barnadeild – Ræður Herdísar Ásgeirsdóttur – 2 bréf Tryggva Ófeigssonar, Hávallagötu 9, varðandi minnisblöð og önnur gögn hans – Bréf til Herdísar Ásgeirsdóttur frá Guðbjörgu Þorvaldsdóttur, Aðalgötu 19, Siglufirði