Merki Kvennasögusafns

Kvendoktorar

Íslenskir kvendoktorar

1926-2015

Hvað viltu vita?

Spurt og svarað

Hvenær gerðist það?

Ártöl og áfangar í kvennasögu

Kvennasöguslóðir

Gönguferðir um

Reykjavík

Halldóra Briem Ek ævi

Halldóra Briem Ek fæddist 23. febrúar 1913 og lést árið 1993. Hún var fyrsti íslenski kvenarkitektinn.Árið 1935 varð Halldóra fyrst kvenna á Íslandi til að ljúka stúdentsprófi af stærðfræðibraut, ásamt bekkjarsystur sinni Ingibjörgu Böðvarsdóttur lyfjafræðingi. Eftir það lærði Halldóra arkitektúr við Kungliga Tekniska Högskolan í Stokkhólmi. 

Halldóra vann 1. verðlaun í samkeppni Arkitektasambandsins SAR um fjölbýlishúshverfið Klövern, sem var svo byggt 1951. Árið 1985 var hverfið friðlýst vegna menningar- og byggingarsögulegs gildis þess.

Þá fékkst hún við listsköpun meðfram starfi sínu, s.s. tónsmíðar og ljóðagerð. Rödd Halldóru er mörgum Íslendingum kunnugleg því á árunum 1937 til 1963 hljómaði rödd hennar sem ungfrú Klukka hjá talklukku íslenska símans.

„Frá því er ég var barn, svarar ungfrúin, — hefir hugur minn hneigst mjög að öllu þvi, er að húsabyggingum lýtur. Ég var varla farin að draga til stafs, er ég var altaf að teikna hús. Lengi vel mintist ég þó ekki á það við nokkurn mann, að mig langaði til að lesa byggingarfræði. Þó kom að því, að ég gat ekki lengur þagað yfir  þessari þrá minni, og þegar ég fór í Flensborgarskólann í Hafnarfirði haustið 1930, ákvað ég að láta síðar verða  f því, að lesa byggingarverkfræði. Að afloknu gagnfræðaprófi árið 1932 fór ég í stærðfræðisdeild Mentaskólans  og lauk þar stúdentsprófi vorið 1935.“ (Samtíðin 01.10.1936, bls. 4)

Heimildir:

Morgunblaðið, 267. tölublað (23.11.1993), Blaðsíða 17

Samtíðin, 8. tölublað (01.10.1936), bls. 4

Kvennasögusafn Íslands tekur við skjalasöfnum - bréfum, dagbókum o.þ.h. - frá einstaklingum og félagasamtökum. Hafðu samband ef þú vilt afhenda skjöl. 

*Fyrst birt 27. apríl 2018. Síðast uppfært 18. febrúar 2019.