Merki Kvennasögusafns

Kvendoktorar

Íslenskir kvendoktorar

1926-2015

Hvað viltu vita?

Spurt og svarað

Hvenær gerðist það?

Ártöl og áfangar í kvennasögu

Kvennasöguslóðir

Gönguferðir um

Reykjavík

Guðrún Jónasson (1877-1958)

Guðrún Jónasson (1877-1958)

Skjalasafn KSS 77.

1 askja

Fædd að Felli í Biskupstungum 8. febr. 1877, látin í Reykjavík 5. okt. 1958.
Flutti ung til Vesturheims með foreldrum og ólst þar upp. Sneri til Íslands um aldamótin 1900. Stofnaði og rak ásamt Gunnþórunni Halldórsdóttur vefnaðarvöruverslun að Amtmannsstíg 5 og 5a.

Guðrún var virk í félagsmálum. Hún var félagi í Góðtemplarareglunni og formaður kvennadeildar Slysavarnarfélagsins var hún frá stofnun 1930 til dauðadags. Þá var hún formaður Sjálfstæðiskvennafélagsins Hvatar frá stofnun 1937-1955. Hún var lengi formaður fjáröflunarnefndar Kvennaheimilisins Hallveigarstaða. Guðrún var fulltrúi í bæjarstjórn Reykjavíkur 1928-1946.

Gefandi: Hulda Kristjánsdóttir. Afhent 2008.

KSS 77.

Tilkynning um veitingu stórriddarakrossins
Heiðursskjal Slysavarnarfélags Íslands
Símskeyti í leðurbandi frá Sjálfstæðiskvennafélaginu Hvöt  árið 1940
Símskeyti frá Halb. árið 1940
Heiðursskjal frá Sjálfstæðiskvennafélaginu Hvöt
Passi Guðrúnar dags. 1946