Merki Kvennasögusafns

Kvendoktorar

Íslenskir kvendoktorar

1926-2015

Hvað viltu vita?

Spurt og svarað

Hvenær gerðist það?

Ártöl og áfangar í kvennasögu

Kvennasöguslóðir

Gönguferðir um

Reykjavík

Guðrún Hallgrímsdóttir

KSS 62. Guðrún Hallgrímsdóttir. Einkjaskjalasafn.

Fædd í Reykjavík árið 1941. Stúdentspróf frá MR 1961. Bauðst styrkur til háskólanáms í Austur-Þýskalandi og lauk prófi í matvælaverkfræði frá Humboldt-Universität í Berlín árið 1968. Stundaði að því búnu framhaldsnám í heilbrigðiseftirliti. Guðrún var forstöðumaður rannsóknarstofnunar búvörudeildar SÍS 1929-1977, þá iðnþróunarfulltrúi hjá Iðnþróunarstofnun SÞ í Vínarborg til 1979, var þá deildarstjóri í iðnaðarráðuneytinu, síðan forstöðumaður hjá Ríkismati sjávarafurða, þá sérfræðingur í sjávarútvegsráðuneytinu, verkefnisstjóri um gæðastjórnin í matvælaiðnaði og að lokum verkefnisstjóri á fræðsludeild Iðntæknistofnunar og vann þar 1996-2004. Guðrún vann einnig að stjórnmálum, var varaþingmaður og tók þá sæti á Alþingi Íslendinga um tíma. 

Guðrún Hallgrímsdóttir afhenti gögnin 16. desember 2014.

Innihald

Askja 1:

Efni tengt starfi Guðrúnar í Jafnréttisnefnd Reykjavíkur 1978-1980
• Netið – Bréf 1987; vasabók með drög að reglum fyrir starfsemi samskiptanetsins
• Jafnréttisnefnd Reykjavíkur, efni frá 1978
• Jafnréttisnefnd Reykjavíkur, efni frá 1979
• Jafnréttisnefnd Reykjavíkur, efni frá 1980
• Jafnréttisnefnd Reykjavíkur, könnun frá 1980
• Jafnréttisnefnd Neskaupstaðar (sjá einnig safn KSS 63- askja 1)               

Askja 2
Efni tengt Nordisk Forum 1988

Askja 3
Efni tengt Nordisk Forum 1988