Merki Kvennasögusafns

Kvendoktorar

Íslenskir kvendoktorar

1926-2015

Hvað viltu vita?

Spurt og svarað

Hvenær gerðist það?

Ártöl og áfangar í kvennasögu

Kvennasöguslóðir

Gönguferðir um

Reykjavík

Guðrún Hallgrímsdóttir

Tilvísun: KSS 62. Guðrún Hallgrímsdóttir. Einkjaskjalasafn.

Fædd í Reykjavík árið 1941. Guðrún var forstöðumaður rannsóknarstofnunar búvörudeildar SÍS 1929-1977, þá iðnþróunarfulltrúi hjá Iðnþróunarstofnun SÞ í Vínarborg til 1979, var þá deildarstjóri í iðnaðarráðuneytinu, síðan forstöðumaður hjá Ríkismati sjávarafurða, þá sérfræðingur í sjávarútvegsráðuneytinu, verkefnisstjóri um gæðastjórnin í matvælaiðnaði og að lokum verkefnisstjóri á fræðsludeild Iðntæknistofnunar og vann þar 1996-2004. Guðrún vann einnig að stjórnmálum, var varaþingmaður og tók þá sæti á Alþingi Íslendinga um tíma. 

Afhent af henni sjálfri á skrifstofu Kvennasögusafns 16. desember 2014.

Innihald

Askja 1

Efni tengt starfi Guðrúnar í Jafnréttisnefnd Reykjavíkur 1978-1980

Netið – Bréf 1987; vasabók með drög að reglum fyrir starfsemi samskiptanetsins
Jafnréttisnefnd Reykjavíkur, efni frá 1978
Jafnréttisnefnd Reykjavíkur, efni frá 1979
Jafnréttisnefnd Reykjavíkur, efni frá 1980
Jafnréttisnefnd Reykjavíkur, könnun frá 1980
Jafnréttisnefnd Neskaupstaðar (sjá einnig safn KSS 63- askja 1)               

Askja 2

Efni tengt Nordisk Forum 1988

Askja 3

Efni tengt Nordisk Forum 1988  

*Síðast uppfært 17. maí 2019