Merki Kvennasögusafns

Kvendoktorar

Íslenskir kvendoktorar

1926-2015

Hvað viltu vita?

Spurt og svarað

Hvenær gerðist það?

Ártöl og áfangar í kvennasögu

Kvennasöguslóðir

Gönguferðir um

Reykjavík

Guðrún Ágústsdóttir - KSS 146

KSS 146. Guðrún Ágústsdóttir. Einkaskjalasafn. 

Afhent af henni sjálfri þann 21. september 2016. 

Tengd einkaskjalasöfn: 

KSS 63. Rauðsokkahreyfingin. Einkaskjalasafn. 

KSS 64. Baráttusamtök fyrir sjálfsákvörðunarrétti kvenna til löglegrar fóstureyðingar. Einkaskjalasafn.

KSS 101. Vilborg Sigurðardóttir. Einkaskjalasafn.

KSS 2018/15. Helga Sigurjónsdóttir. Einkaskjalafn. [Afhent 14. ágúst 2018, ófrágengið]

---

Innihald: 

A Rauðsokkahreyfingin, innra starf

  1. Erindi um Rauðsokkahreyfinguna, flutt 2011
  2. Handskrifaðar glósur, voru saman í möppu, um Rauðsokkahreyfinguna
  3. Fréttatilkynning Rauðsokkahreyfingarinnar: Fyrirvinnuhugtakið
  4. Ráðstefnan Skógum 1974, samþykkt, skipulag, handskrifaðar glósur
  5. Bréf frá Fjármálaráðuneytinu varðandi söluskatt af Forvitin rauð, 14. Des. 1972
  6. Hjúskapur og skattamál [vélrituð greinagerð með handskrifuðum athugasemdum]
  7. Félagsform Rauðsokkahreyfingarinnar
  8. Syngjandi sokkar, prentuð söngvabók
  9. Dreifirit: Eru þetta okkar jól? [23. desember 1974]
  10. Úrklippur

B Kvennafrí og kvennaárið 1975

  1. Hvers vegna kvennafrí? [Dreifirit, vélritað]
  2. Tillögur að efnisatriðum ályktunar [vélritað]
  3. bréf frá forsætisráðuneytinu 18. Janúar 1975

C Fóstureyðingar, var saman í möppu

  1. Dreifirit um 9. nóvember
  2. Drög að dreifiriti 20. Nóvember 1971 aftan á er handskrifað innlegg Guðrúnar í útvarpsþátt Rauðsokka um leikskóla
  3. Handskrifað blað um starfshópa
  4. Frumvarp til laga um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir, 1974
  5. Staglið, fréttabréf Rauðsokkahreyfingarinnar 2. Bréf 1975
  6. Tillaga undirbúningsnefndar: Drögn að reglum fyrir: „Baráttusamtök fyrir sjálfsákvörðunarrétti kvenna til löglegrar fóstureyðingar“

D Menntamál

  1. Handskrifað, var saman í möppu, sögulegt yfirlit um skólagöngu kvenna
  2. Lagaleg þróun jafnréttis, vélritað með handskrifuðum athugasemdum
  3. Menntun, vélritað blað um menntun kynja
  4. Bókalisti Norræna hússins um jafnrétti þegnanna í menntun og löggjöf, október 1972

E Þýðingar

  1. Heima og heiman, vélrituð þýðing af danskri grein, danska greinin fylgir með
  2. Second sex, útvarpserindi þýtt af Soffíu Guðmundsdóttur, vélritað

Neðst liggur blá mappa sem gögnin voru afhent í.