Merki Kvennasögusafns

Kvendoktorar

Íslenskir kvendoktorar

1926-2015

Hvað viltu vita?

Spurt og svarað

Hvenær gerðist það?

Ártöl og áfangar í kvennasögu

Kvennasöguslóðir

Gönguferðir um

Reykjavík

Getnaðarvarnarpillan

Getnaðarvarnarpillan (Pillan, p-pillan)

Á árinu 1951 unnu rannsóknarmenn hjá efnafræðifyrirtækinu Syntex í Mexíkóborg að því að þróa lyf við tíðaverkjum. Úr þessum tilraunum varð til efni sem bæði hindraði egglos og hæfði til inntöku. Fyrsta skrefið að getnaðarvarnarpillu var stigið, en hún kom þó ekki á markað fyrr en upp úr 1960. Á Íslandi var pillan tekin á lyfjaskrá árið 1967. Stöku kvensjúkdómalæknar höfðu þó ávísað henni áður en þá eingöngu til giftra kvenna.

Pillan varð sextug árið 2011 en hljótt fór um það afmæli. Kannski er því um að kenna að við erum búin að gleyma hvernig ástandið var þegar konur voru ofurseldar líkama sínum að þessu leyti. Nú er komin fram þriðja kynslóð pillunnar með miklu minni aukaverkunum en sú fyrsta og hún orðin sjálfsagður hluti af lífi flestra ungra kvenna.