Merki Kvennasögusafns

Kvendoktorar

Íslenskir kvendoktorar

1926-2015

Hvað viltu vita?

Spurt og svarað

Hvenær gerðist það?

Ártöl og áfangar í kvennasögu

Kvennasöguslóðir

Gönguferðir um

Reykjavík

Félag matráðskvenna

KSS 100. Félag matráðskvenna. Einkaskjalasafn.

Félag matráðskvenna var stofnað 1963 og áttu inngöngu í það matráðskonur á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum. Félagið virðist hafa lifað stutt fram á 9. áratug 20. aldar. Það gaf út fréttabréfið Matráðskonan á árunum 1965-1975. Sigrún Jóhannesdóttir (f. 1947) afhenti Kvennasögusafni gögnin 25. maí 2016, en þau komu úr dánarbúi Guðrúnar Pálmadóttur er var föðursystir Sigrúnar.

Innihald

Askja 1:

∙ Guðrún Pálmadóttir (1917-2003): skipunarbréf í störf

∙ Fréttir frá Danmörku

∙ Lög Evrópusambands matarfræðinga – Upplýsingar um Evrópusamband matarfræðinga

∙ Ferðasaga á ráðstefnu Internationaler Kongress für Diätetik, Hannover, 1973. Ritað af Guðrúnu Pálmadóttur og Sigurbjörgu Kristjánsdóttur

∙ Fréttabréf félagsins 1979-1981

∙ Félagaskrá 1980

∙ Lög og reglur fyrir félag matarfræðinga á íslenskum sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum

∙ Félag matráðskvenna 10 ára (1973)

Askja 2:

Ljósmyndir:

A: Frá Ísafirði

Kennarar og nemendur við Húsmæðraskólann á Ísafirði og nemendaspjöld 1946-1958; einnig leiksýningar á Ísafirði og Leiksýningin Bláa kápan

B: Frá Kvennaskólanum á  Blönduósi

M.a. nemendaspjald 1945

C: Eldhús

Frá Kristneshæli, Sjúkrahúsi Akureyrar og Landspítalanum

D:

Frá Reykjavík; efst 3 ljósmyndir af félögum í Matreiðslukvennafélagi Íslands