Merki Kvennasögusafns

Kvendoktorar

Íslenskir kvendoktorar

1926-2015

Hvað viltu vita?

Spurt og svarað

Hvenær gerðist það?

Ártöl og áfangar í kvennasögu

Kvennasöguslóðir

Gönguferðir um

Reykjavík

Elín Guðmundsdóttir

Tilvísun: KSS 75. Elín Guðmundsdóttir.Einkaskjalasafn.

Fædd í Reykjavík 16. júlí 1912, látin 12. júní 2003.  Gift Stefáni Ögmundssyni prentara, eignuðust þau fjórar dætur. Húsmóðir og verkakona. Meðal stofnenda Félags ungra jafnaðarmanna 1928, félagi í Kommúnistaflokki Íslands frá 1932, átti sæti í stjórn Sósíalistafélags Reykjavíkur og miðstjórn sameiningarflokks alþýðu Sósíalistaflokksins. Formaður Kvenfélags Sósíalista og í stjórn MÍR 1970–1979. Meðal stofnenda Kvenfélagsins Eddu (eiginkvenna prentara) og formaður þess í 20 ár. Átti sæti í Félagsheimilisnefnd hins íslenzka prentarafélags. Virkur félagi í Kvennaframboðinu og Samtökum um kvennalista frá upphafi og einn stofnenda Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Starfaði auk þess með ýmsum kvennasamtökum svo sem Rauðsokkahreyfingunni, Bandalagi kvenna í Reykjavík og Kvenréttindafélagi Íslands.

Afhent af dætrum Elínar, Ingibjörgu, Steinunni, Bergljótu og Sigríði Stefánsdætrum úr dánarbúi hennar. Afhent 29. okt. 2007.

Viðbót: KSS 2017/7. Elín Guðmundsdóttir.Einkaskjalasafn. [sjá líka hér að neðan]
 
Tengdar einingar
 
 
Innihald
Askja 1

Ýmis gögn er lúta að þátttöku Elínar í félagsmálum. Neðst liggja í umslögum: félagsskírteini í KRFÍ og Mæðrafélaginu, áskriftarskírteini að tímaritinu Melkorku, merki landsfundar KRFÍ 1956, Áfengisbók fyrir konur frá 1941, félagsskírteini E.G. í húsnæðissamvinnufélaginu Búseta; umslag með ljósmynd tekin 1953 um borð í Gullfossi af ísl. konum er sóttu Heimsþing kvenna 1953, og korti frá Önnu Sigurðardóttur; umslag með Ex libris Katrínar Thoroddsen
• KRON:
            - Bréf 24.06.1947 vegna kjörs í nefnd til að undirbúa útvegun lóðar fyrir verslunarhús
               félagsins
- 4 bréf vegna fulltrúakjörs á aðalfund SÍS (Samband ísl. Samvinnufélaga), 1947, 1949, 1951 og 1952
- Tillaga samþykkt á aðalfundi KRON 24.06. 1947, flutt af Elínu Guðmundsdóttur, þar sem væntanlegum fulltrúum á aðalfundi SÍS er ætlað að beita sér fyrir launajafnrétti í samvinnufélögunum
• Borgarstjórinn í Reykjavík:
            - 3 bréf, 1957, 1958 og 1961, þar sem tilkynnt er um kosningu Elínar sem varamanns í framfærslunefnd Reykjavíkur
• Kvenréttindafélag Íslands:
            - Bréf 01. 03. 1960 vegna fulltrúakjörs á landsfund
            - Bréf 20. 01. 1942, boð í 40 ára afmælisfagnað KRFÍ
            - Boðskort vegna 75 og 80 ára afmælisfagnaða KRFÍ
            - SÍS 50 ára, nafnspjald fulltrúa á aðalfundi ásamt boðskorti
• Heimsþing kvenna:
            - Heimsþing kvenna 1953, þátttökuspjald
            - Heimsþing kvenna 1953, spjald með eiginhandaráritun fjölda þátttakenda
            - Ljósmynd úr ráðstefnusal  frá Heimsþingi kvenna 1967
            - Ljósmynd af Valentinu Tereshkovu, geimfara
• Nýárskveðja 1974 frá Alþjóðasambandi lýðræðissinnaðra kvenna með teikingu sem Picasso gaf sambandinu
• Nordisk forum 1988. Ýmislegt, m.a. tilkynning frá skrifstofu borgarstjóra um ferðastyrk
• Eystrsaltsvikan: dagskrá ráðstefunnar 1974 á þýsku og íslensku og ýmis boðskort
• Þátttökuskírteini Elínar í sendinefnd til Rússlands 1931; bréf til Elínar og annarra þátttakenda frá Rússlandssendinefndinni, dags. 6. jan. 1932, undirr. af Hauki Björnssyni (ath. hér sést hverjir fóru; í bréfinu er vikið að brottreksti Kjartans og Ellu úr FUJ í jan. 1932)
• Nýja konan, 3. tbl., 4. árg. 1935
• Lög og tilgangsorð Fjelags ungra jafnaðarmanna; bréfspjald Fjelags ungra jafnaðarmanna
Efst liggja þessar bækur:
            Byltingasöngvar. Útgefandi: Samband ungra kommúnista. Fjölrit 1932
            10 ára afmælisrit. Félag ungra jafnaðarmanna. 1937
Askja 2

Hússtjórnarskóli Reykjavíkur, saman í örk:
- Skipunarbréf Elínar Guðmundsdóttur í stjórn skólans, dags. 27. nóv. 1984
- Listi yfir námskeið skólans veturinn 1984-85
- Erindi Halldóru Eggertsdóttur: Húsmæðraskóli Reykjavíkur á vegamótum, flutt á aðalfundi Bandalags kvenna í Reykjavík 1977
- Bæklingur Hússtjórnarskóla Reykjavíkur, Hvenær ferð þú að búa?
- 50 ára afmæli Hússtjórnarskólans í Reykjavík, prentuð dagskrá
- 50 ára afmæli  Hússtjórnarskólans í Reykjavík, boðskort til Elínar Guðmundsdóttur
C   
Gögn varðandi útvarpsdagskrár á vegum KRFÍ sem Elín Guðmundsdóttir vann að (sjá einnig öskju 293):
- Tvær tillögur á 10. landsfundi KRFÍ, 19.-20. júní 1960, um kjör í útvarpsnefnd og hlutverk nefndarinnar
- Tvö uppköst að bréfum til útvarpsráðs
- Listi yfir útvarpsdagskrár KRFÍ fluttar á milli landsfunda 1960 og 1964
- Skýrsla útvarpsnefndar KRFÍ 1960-1964
- Afrit af þakkarbréfi til Guðmundar Hagalín rithöfundar 24. júní 1961
- “Íslensk húsmóðir”, útvarpsdagskrá KRFÍ 18. júní 1961 í umsjá Önnu Sigurðardóttur og Elínar Guðmundsdóttur
- “Móðir og barn”, útvarpsdagskrá KRFÍ 18. júní 1963 í umsjá Elínar Guðmundsdóttur og Guðbjargar Arndal
- “Mannréttindi”, útvarpsdagskrá KRFÍ 1968 í umsjá Elínar Guðmundsdóttur

Ýmsar greinar:
- Ferðaminningar, frá dvöl í Sovétríkjunum 1955
- Grein um jafnrétismál (frá 1946?)
- Grein/erindi um æskulýðsmál, væntanlega 1951
- Avarp flutt á kvennaráðstefnu Eystrasaltslandanna, Noregs og Íslands í Rostock 1974, þýðing á þýsku fylgir með
- Ávarp flutt í kynnisferð til Armeníu á vegum MÍR, Menningartengsla Íslands og Ráðstjórnarríkjanna, sumarið 1975
- Margrét Ottósdóttir, kveðja frá Kvenfélagi sósíalista
- Ingibjörg Marsibil Guðjónsdóttir, minning
- Helga Rafnsdóttir 90 ára, 6. des. 1990
- Leiðrétting varðandi Kvenfélag sósíalista vegna viðtals í Veru við Nönnu Ólafsdóttur
- Bréf til forstjóra ÁTVR dags. 17. sept. 1975 til að vekja athygli á armensku rauðvíni
- Bréf til Morgunblaðsins dags. 10. okt. 1989, aths. vegna greinar eftir Guðjón Friðriksson í Lesbók 30. sept. varðandi Klapparstíg 40
• Um 8. mars

Samtíningur:
- Ræða á almennum kvennafundi í Iðnó 16. júní 1947
- Frásögn af Bodil Begtrup, sendiherra Dana, í danska sendiráðinu
• Kvenfélag sósíalistaflokksins; ágrip af sögu o.fl.
F  
A.S.V.- Alþjóðasamhjálp verkalýðsins: Fundagerð stofnfundar og fundagerðir 6 funda ASV árið 1932, lög fyrir Kvennadeild ASV – handskrifað af Elínu Guðmundsdóttur
----

Viðbót: Tilvísun: KSS 2017/7. Elín Guðmundsdóttir. Einkaskjalasafn.

1 askja

Innihald
A Bréf
AA Bréf til Elínar

 1. Fimm póstkort frá Ingibjörgu Vilhjálmsdóttur, saman í umslagi, eitt óheilt [1929, 1930, 1932, ártal óvíst, ártal óvíst]
 2. Póstkort frá Önnu Sigurðardóttur, 20. des. 1981
 3. Þakkarbréf frá Önnu Sigurðardóttur, jólin 1992 (umslag fylgir)
AB Bréf til fjölskyldu Elínar
 1. Þakkarbréf til Stefáns Ögmundssonar frá Önnu Sigurðardóttur, desember 1986
 2. Þakkarbréf til Bergljótar Stefánsdóttur frá Önnu Sigurðardóttur, jólin 1992
AC Önnur Bréf
 1. Nýárskveðja Kvenfélags Sósíalista 1975
B Ljósmyndir
 1. Frá afhendingu gagna kvenfélags sósíalista til Kvennasögusafns Íslands árið 1992 [15 ljósmyndir í mismunandi stærðum], á myndunum eru: Anna Sigurðardóttir, Elín Guðmundsdóttir, Lilja Kristjánsdóttir, Laufey Engilberts, Bergljót Stefánsdóttir, Sigríður Friðriksdóttir, Þorbjörg Sigurðardóttir og Margét Ólafsdóttir.
 2. Stjórn Kvenfélags Sósíalista 1992 [2 eins myndir], á myndunum eru: Sigríður Friðriksdóttir, Erla Ísleifsdóttir, Lilja Kristjánsdóttir, Elín Guðmundsdóttir, Margrét Ottósdóttir, Þorbjörg Sigurðardóttir og Bergljót Stefánsdóttir.
C Prentað efni
CA Sýningarskrár
 1. Sýningarskrá afmælissýningar Kvenréttindafélags Íslands árið 1957
 2. Sýningarskrá myndlistarsýningar 1987 í tilefni 80 ára afmælis K.R.F.Í.
CB Bæklingar
 1. Svannasöngur á götu eftir Laufeyju Valdimarsdóttur
 2. Kvennasögusafn Íslands, frá opnun í Lbs. – Hbs. 5. desember 1996
CC Plaköt og dreifirit
 1. Mynd frá Alþjóðaþingi kvenna í Kaupmannahöfn, júní 1953
 2. Stöndum saman 24. október [1975]
 3. Konur á vinnumarkaðinum 1983 – ráðstefna [2 eintök]
 4. Samtök kvenna á vinnumarkaðinum 1. mars 1986 „um hvað sömdu þeir – samþykkjum við þetta?“
 5. Samtök kvenna á vinnumarkaðinum „gegn fátækrasamningnum“ [2 eintök]
 6. 8. mars baráttudagur kvenna 1986
 7. Kvennalistinn „betra líf“ [dreifibréf 1]
 8. Kvennalistinn „betri borg – betri skóli“ [dreifibréf 2]
 9. Útifundur gegn fóstureyðingum verður haldinn við Miðbæjarskóla 1. maí að afloknum útifundi A.S.Í. á Lækjartorgi [lítið dreifibréf, 1986]
 10. „Hve langa suðu þarf bíll til að verða ætur?“ Æskulýðsfylkingin í Reykjavík [1. maí 1986]
 11. Íslensk – Lesbíska ?! [1986]

*Síðast uppfært 4. júní 2019