Merki Kvennasögusafns

Kvendoktorar

Íslenskir kvendoktorar

1926-2015

Hvað viltu vita?

Spurt og svarað

Hvenær gerðist það?

Ártöl og áfangar í kvennasögu

Kvennasöguslóðir

Gönguferðir um

Reykjavík

Einfríður María Guðjónsdóttir (1888-1971)

Einfríður María Guðjónsdóttir var fædd 20. apríl 1888 og lést 24. júní 1971.

Hún var dóttir Guðjóns Einarssonar útvegsbónda í Reykjavík og Helgu Auðunsdóttur. Guðjón lést þegar Einfríður var einungis þriggja vikna gömul og var móðir hennar ein eftir með þrjú börn. Systkini hennar voru Sigurður, bakarameistari á Siglufirði, og Guðrún. Síðar eignaðist hún hálfbróðurinn Karl A. Jónasson vélsetjara.

Þann 4. október 1904 byrjaði hún að vinna við bókband í Ísafoldarprentsmiðju þá 16 ára gömul. Einfríður útskrifaðist 4. okt. 1906 sem jómfrú í bókbandi. Seinna fékk hún sveinsréttindi í iðninni og var eini kvensveinninn í Bókbindarafélag Íslands (B.F.Í). Hún vann alla tíð í Ísafold eða samfleytt í 57 ár. Einfríður var gjaldkeri Bókbandssveinafélags Reykjavíkur 1918 og 1919 og var gerð að heiðursfélaga B.F.Í. árið 1958.

Heimildir:
Erla Hulda Halldórsdóttir og Guðrún Dís Jónatansdóttir. Ártöl og áfangar í sögu íslenskra kvenna. Reykjavík: Kvennasögusafn Íslands, 1998, bls. 51.
Bókbindarinn, 1. tölublað (01.04.1973), bls. 16.
Íslendingaþættir Tímans, 13. tölublað (11.08.1971), bls. 28.
Morgunblaðið, 89. tölublað (20.04.1938), bls. 6 (einnig myndaheimild).
Morgunblaðið, 143. tölublað (01.07.1971), bls. 23.

Kvennasögusafn Íslands tekur við skjalasöfnum - bréfum, dagbókum o.þ.h. - frá einstaklingum og félagasamtökum. Hafðu samband ef þú vilt afhenda skjöl.