Merki Kvennasögusafns

Kvendoktorar

Íslenskir kvendoktorar

1926-2015

Hvað viltu vita?

Spurt og svarað

Hvenær gerðist það?

Ártöl og áfangar í kvennasögu

Kvennasöguslóðir

Gönguferðir um

Reykjavík

Dagskrá


Dagskrá útifundar 24. október 1975:

Fundarstjóri: Guðrún Erlendsdóttir
Dagskrárstjóri: Guðrún Ásmundsdóttir

Lúðrasveit stúlkna í Kópavogi leikur

Fundur settur - Guðrún Erlendsdóttir, fundarstjóri

Ávarp - Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, verkakona

Fjöldasöngur undir stjórn Guðrúnar Á. Símonar. Lag: „Hvers vegna kvennafrí?“

Alþingismannahvatning - Sigurlaug Bjarnadóttir og Svava Jakobsdóttir alþingismenn koma fram

Fjöldasöngur - lag: „Svona margar“

Þáttur Kvenréttindafélags Íslands
,,Til Fósturlandsins Freyju" eftir Valborgu Bentsdóttur, höfundur flytur. Völvuþáttur tekinn saman af konum í stjórn KRFÍ. Lilja Ólafsdóttir, Amalía Sverrisdóttir og Elfa Björk Gunnarsdóttir flytja. Sólveig Ólafsdóttir, formaður KRFÍ flytur ljóðið ,,Kvennaslagur" eftir Guðmund Guðmundsson. Kór kvenna undir stjórn Jónínu Gísladóttur syngur lag Sigfúsar Einarssonar við þetta ljóð, en höfundar tileinkuðu KRFÍ lag og ljóð á fyrstu starfsárum þess.

Ávarp - Björg Einarsdóttir, verslunarmaður

Fjöldasöngur - lag: „Ó, ó, ó stelpur“ Þáttur Rauðsokkahreyfingarinnar - Rauðsokkur flytja ávörp og kynna baráttusöngva

Ávarp  - Ásthildur Ólafsdóttir, húsmóðir

Kvennakróníka í þríliðu - Anna Sigurðardóttir, Sigríður Thorlacius og Valborg Bentsdóttir tóku saman. Þáttinn flytja Anna Kristín Arngrímsdóttir, Helga Bachmann, Sigríður Hagalín, Bríet Héðinsdóttir, Sigurður Karlsson og Herdís Þorvaldsdóttir, sem stjórnar flutningi

Fjöldasöngur - lag: „Öxar við ána“

Fundi slitið- Guðrún Erlendsdóttir, fundarstjóri

Lúðrasveitin leikur - lag: „Saman við stöndum“ og fleiri lög