Merki Kvennasögusafns

Kvendoktorar

Íslenskir kvendoktorar

1926-2015

Hvað viltu vita?

Spurt og svarað

Hvenær gerðist það?

Ártöl og áfangar í kvennasögu

Kvennasöguslóðir

Gönguferðir um

Reykjavík

Christophine Bjarnhéðinsson - ævi

Christophine Bjarnhéðinsson (1868–1943), hjúkrunarkona. Fædd Christophine Mikkeline Jurgensen. Hún var fyrsta lærða hjúkrunarkonan sem starfaði á Íslandi en hún hóf störf árið 1898.

Fædd á Jótlandi. Hún giftist Sæmundi Bjarnhéðinssyni, forstöðumanns holdsveikraspítalans í Laugarnesi, árið 1902. Hún var lengi yfirhjúkrunarkona Laugarnesspítala. Christophine var fyrsti formaður Hjúkrunarfélagsins Líknar, sem nokkrar konur stofnuðu í Reykjavík 1915, og var hún formaður til ársins 1931. Þá var Christophine formaður Félags íslenskra hjúkrunarkvenna 1922–1924.

Hún hlaut riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu þann 1. október 1923.

 

Heimildir og ítarefni:

Skjalasafn Christophine er varðveitt á Þjóðskjalasafni Íslands, afhent þangað árið 1969, sjá skjalaskrá (E. 24).

Erla Dóris Halldórsdóttir, „Koma yfirhjúkrunarkonur Holdsveikraspítalans“, Tímarit hjúkrunarfræðinga, september 1996, bls. 187-192.

„Formenn í félögum hjúkrunarfræðinga“, Tímarit hjúkrunarfræðinga, desember 1999, bls. 309.

„Frú Christophine Bjarnhéðinsdóttir“ 19. júní1. október 1923, bls. 89-91.

Margrét Guðmundsdóttir, Saga hjúkrunar á Íslandi á 20. öld. Reykjavík, 2010.

Kvennasögusafn Íslands tekur við skjalasöfnum - bréfum, dagbókum o.þ.h. - frá einstaklingum og félagasamtökum. Hafðu samband ef þú vilt afhenda skjöl.

*Birt 1. október 2018 *Síðast uppfært 1. október 2018