Merki Kvennasögusafns

Kvendoktorar

Íslenskir kvendoktorar

1926-2015

Hvað viltu vita?

Spurt og svarað

Hvenær gerðist það?

Ártöl og áfangar í kvennasögu

Kvennasöguslóðir

Gönguferðir um

Reykjavík

Brautryðjendur og frumkvöðlar


Athugið að þessi síða er í vinnslu. Allar ábendingar vel þegnar.

A

Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir (1921–1994), verkakona og þingkona

Anna Gunnarsdóttir (1906–1984) lauk prófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri, fyrst kvenna, árið 1929

Anna Sigríður Vigfúsdóttir Pjetursson (1845–1921), píanókennari fyrst kvenna

Anna Sigurðardóttir (1908–1996), stofnaði Kvennasögusafn Íslands árið 1975, brautryðjandi í rannsóknum á sögu íslenskra kvenna, fyrst íslenskra kvenna til að hljóta heiðursdoktorsnafnbót frá Háskóla Íslands (1986) 

Arnfríður Guðmundsdóttir (f. 1961) lauk doktorsprófi í guðfræði, fyrst íslenskra kvenna

Auður Auðuns (1911–1999), lögfræðingur, borgarstjóri og ráðherra, allt þrennt fyrst kvenna á Íslandi

Auður Eir Vilhjálmsdóttir (1937), vígður prestur fyrst kvenna á Íslandi (1974)

Auður Proppé (1921), önnur kvenna til að taka fyrst próf frá Loftskeytaskóla Íslands 1946

Auður Þorbergsdóttir (1933) fyrsti kvenborgardómarinn í Reykjavík (1972)

Augusta Svendsen (1835–1924), verslunarrekstur fyrst kvenna, kvenréttindakona

Á

Ágústa Johnsen (1821–1878), stofnaði fyrsta stúlknaskólann á Íslandi 1851

Ásgerður Búadóttir (1920–2014), veflist

Ásta Kristín Árnadóttir (1883–1955), málari og fyrsta íslenska konan til að ljúka iðnnámi

Ásta Laufey Jóhannesdóttir (1906-1991), afrekskona í sundi

Ásta Norðmann (1904–1985), listdansari 

Ásta Magnúsdóttir (1888–1962), ríkisféhirðir og fyrsta konan sem hlaut opinbera embættisstöðu á Íslandi

Ásta Sigurðardóttir (1930–1971) skáld og myndlistarkona

B

Björg Caritas Þorláksson (1874–1924), fyrst íslenskra kvenna til klára doktorspróf 1926

Björg Einarsdóttir (f. 1925), rithöfundur og kvenréttindakona

Bríet Bjarnhéðinsdóttir (1856-1940), ritstjóri og kvenréttindakona

C

Camilla Torfason (1864–1927), fyrst íslenskra kvenna til að klára stúdentspróf, þá frá menntaskólanum í Kaupmannahöfn 1889

Christophine Bjarnhéðinsdóttir (1868–1943), hjúkrunarkona, fyrsta lærða hjúkrunarkonan til að starfa á Íslandi.

D

Dóra Hlín Ingólfsdóttir (1949), önnur fyrst lögreglukvenna

E

Einfríður María Guðjónsdóttir (1888–1971), bókbindari fyrst kvenna

Elín Briem (1856–1937), skólastjóri, önnur fyrst kvenna til að hljóta riddarkross (1921) 

Elín Matthíasdóttir (1883–1918), fyrsta íslenska konan til að stunda söngnám 1904

Elínborg Jacobsen (1871–1929), fyrst kvenna til að klára stúdentspróf á Íslandi utanskóla frá Lærða skólanum 1897, nuddlæknir

Elísabet Finsen (f. 1920) tók sveinspróf í múraraiðn, fyrst kvenna, í Esjberg í Danmörku árið 1942

Elísabet Guðmundsdóttir (f. 1927) önnur kvenna til að taka fyrst próf frá Loftskeytaskóla Íslands 1946

Elísabet Margeirsdóttir (f. 1985) langhlaupari

Eygló Ósk Gústafsdóttir (f. 1995) sundkona, íþróttamaður ársins 2015

F

Fríða Á. Sigurðadóttir, rithöfundur

G

Gerður Steinþórsdóttir (f. 1944), Kvennafrídagsnefndin og íslenskufræðingur

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (f. 1972) keppti á heimsmeistaramóti í skák, fyrst íslenskra kvenna, 1987

Guðmunda Nielsen (1885-1936), fyrst kvenna til að standa að nótnaútgáfu

Guðný Guðmundsdóttir (1948) varð konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands, fyrst kvenna, 1974

Guðný Guðmundsdóttir (1859–1948), önnur kvenna til að læra fyrst hjúkrunarfræði 1898

Guðný Guðmundsdóttir (f. um 1660), skáld

Guðrún Björnsdóttir (1853–1936), bæjarfulltrúi 

Guðrún Erlendsdóttir (f. 1936), hæstaréttardómari, formaður Kvennafrídagsnefndarinnar

Guðrún Lárusdóttir (1880–1938), skáld, þingkona, bæjarfulltrúi fátækrafulltrúi

Guðrún Jónasson (1877–1958), verslunareigandi, bæjarfulltrúi (1928–1946), formaður Sjálfstæðiskvennafélagsins Hvatar frá stofnun 1937 og til1955 

Guðrún Helgadóttir (f. 1935), þingkona

Guðrún Ólafsdóttir (f. 1956), lauk sveinsprófi í rafvirkjun fyrst kvenna (1978)

Guðrún Þorleifsdóttir (1873–1961), vann mál gegn atvinnurekenda sínum 1916/1917

H

Halldóra Bjarnadóttir (1873–1971), skólastýra, ritstjóri, bæjarfulltrúi

Halldóra V. Briem Ek (1913–1993) lauk prófi í arkitektúr fyrst kvenna 1940

Helga Kress (f. 1939), íslenskufræðingur og fyrsta konan til að vera deildarforseti við Háskóla Íslands

Hulda Jakobsdóttir (1911–1998), bæjarstjóri

Hildur Hákonardóttir (f. 1938), rauðsokka, listakona, þýðandi, náttúruverndari

Hjördís Björk Hákonardóttir (f. 1944), sýslumaður fyrst kvenna (1980)

Hólmfríður Sigurðardóttir (1617–1962), prófastsfrú

I

Inga L. Lárusdóttir (1883–1949), ritstjóri 

Ingibjörg Skaptadóttir (1867–1945), ritstjóri og kvenfélagskona

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (f. 1954), þingkona, bæjarstjóri, ráðherra

Í

J

Jakobína Sigurðardóttir (1918–1994), skáld og rithöfundur

Jakobína Valdís Jakobsdóttir (1932) keppti fyrst íslenskra kvenna á heimsmeistaramóti á skíðum í Áre í Svíþjóð 1954

Jarþrúður Jónsdóttir (1851–1924), ritstjóri og kvenréttindakona

Jóhanna Knudsen (1897–1950) fyrsti kvenlögreglufulltrúinn

Jóhanna Magnúsdóttir (1896–1981), lyfjafræðingur, lyfsöluleyfi fyrst kvenna 1928

Jórunn Viðar (1918) lauk prófi í tónsmíðum, fyrst kvenna, frá The Juilliard School of Music í New York árið 1945

Júlíanna Jónsdóttir (1838–1917), rithöfundur og fyrsta konan til að gefa út skáldverk á Íslandi

Júlíana Sveinsdóttir (1889–1996), listmálari og listvefari

K

Karólína Sigríður Einarsdóttir (1912–1962) lauk kennaraprófi (fullnaðarprófi) í íslenskum fræðum frá heimspekideild Háskóla Íslands, fyrst kvenna, árið 1950.

Katrín Magnússon (1858–1932), bæjarfulltrúi og kvenréttindakona

Katrín Thoroddsen (1896–1970), alþingismaður og læknir

Katrín Þorkelsdóttir (f. 1950), önnur fyrst lögreglukvenna

Kristín Bjarnadóttir (1812–1891), fyrst Reykvískra kvenna til að kjósa í sveitastjórn 1882

Kristín Eggertsdóttir (1877–1924), bæjarfulltrúi

Kristín E. Jónsdóttir (1927) hlaut sérfræðingsleyfi í lyflækningum, fyrst kvenna 1960, dósent við læknadeild Háskóla Íslands fyrst kvenna

Kristín Ingibjörg Hallgrímsdóttir (1863-1941), önnur kvenna til að læra fyrst hjúkrunarfræði 1898

Kristín Jónsdóttir (1888-1959), listmálar

Kristín L. Sigurðardóttir (1898–1971), þingkona 

Kristín Ólafsdóttir (1889–1971), fyrst kvenna til að útskrifast frá Háskóla Íslands, læknisfræði 1917

Kristín Sigfúsdóttir (1876–1953), skáld

Kristín Vídalín Jacobsson (1864–1943), listmálari

Kristólína Guðmundsdóttir Kragh (1883–1973), fyrsti lærði snyrtifræðingurinn

L

Laufey Valdimarsdóttir (1890–1945), kvenréttindi, fyrst kvenna sem sat í bekk í Lærða skólanum og varð stúdent (1910)

Laufey Vilhjálmsdóttir (1879–1960), kennari og kvenréttindakona

Louisa Matthíasdóttir (1917–2000), listmálari

M

Margrét Guðmunda Guðnadóttir (f. 1929), veirufræðingur og fyrst kvenna prófessor við Háskóla Íslands

Margrét Lára Viðarsdóttir (f. 1985) fótbolti, íþróttamaður ársins 2007

Margrét Ólöf Björnsdóttir (1945) lauk B.S.-prófi í verkfræði- og raunvísindadeild, fyrst kvenna, 1970

Margrét Sæunn Frímannsdóttir (f. 1954) var kjörin formaður Alþýðubandalagsins árið 1995. Það mun vera í fyrsta sinn sem kona er kjörin formaður stjórnmálaflokks beggja kynja.

N

Nanna Ólafsdóttir (1915–1992), borgarstjórn, ritstjóri, starfaði á handritadeild

Nicoline Weywadt (1848–1921) lærði ljósmyndun fyrst kvenna á Íslandi

Nína Tryggvadóttir (1913–1968), listmálari

O

Ó

Ólafía Einarsdóttir (1924–2017), fyrsti íslenski fornleifafræðingurinn 1948

Ólafía Jóhannesdóttir (1863–1924), kvenréttindakona

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (f. 1992), golfari, íþróttamaður ársins 2017

P

R

Ragnheiður Berthelsen (1884–?), málari

Ragnheiður Guðmundsdóttir (f. 1915) var ráðin kennari við Háskóla Íslands, fyrst íslenskra kvenna, 1952. Hún kenndi lífeðlisfræði í tannlæknadeild til ársins 1961

Ragnheiður Runólfsdóttir, sund, íþróttamaður ársins 1991

Ragnhildur Helgadóttir (1930–2016), þingkona, fyrsti kvenforseti Alþingis, ráðherra

Ragnhildur Gísladóttir (f. 1956), stofnaði Grýlurnar sem var fyrsta kvennahljómsveitin til að koma opinberlega fram á Íslandi

Rannveig Þorsteinsdóttir (1904–1987), lögfræðingur og þingkona 

Ruth Hanson (f. 1906), sundkappi

S

Salóme Þorkelsdóttir (1927), þingkona og fyrsti kvenforseti Alþingis

Selma Jónsdóttir (1917–1987), forstöðukona Listasafns Íslands og fyrsti kvendoktor frá Háskóla Íslands 1960

Sólveig Jónsdóttir (1884–?), bæjarstjórn Seyðisfjarðar 1911-1913

Sigríður Ásgeirsdóttir (1903–1981) lauk sveinsprófi í gullsmíði, fyrst kvenna, á Ísafirði árið 1923 

Sigríður Berglind Ásgeirsdóttir (f. 1955), fyrsta konan til að gegna embætti ráðuneytisstjóra 1988

Sigríður Sigurðardóttir (f. 1942), handbolti, fyrsta konan íþróttamaður ársins 1964

Sigríður Snævarr (f. 1952), fyrsti kvensendiherrann (1991)

Sigríður Sveinsdóttir (1894–1966), meistarapróf í kjólsaumi og kvenfataskurði fyrst kvenna 1942

Sigríður Th. Erlendsdóttir (f. 1930), sagnfræðingur og brautryðjandi í rannsóknum á sögu íslenskra kvenna

Sigríður Þorsteinsdóttir (1841–1924), ritstjóri

Sigrún Klara Hannesdóttir (f. 1943), fyrsta konan til að gegna embætti Landsbókavarðar

Sigurlaug Bjarnadóttir (f. 1926), þingkona, kennari, blaðamaður, borgarfulltrúi

Sigurlaug Gunnarsdóttir (1828–1905), stofnaði fyrsta kvenfélag Íslands, Kvenfélag Rípurshrepps 9. júlí 1869

Sigurrós Karlsdóttir (f. 1965), hlaut fyrst íslendinga gullverðlaun á Ólympíuleikum fatlaðra 1980

Sigþrúður Friðriksdóttir (1830–1912), kvenréttindakona

Stefanía Guðmundsdóttir (1876–1926), leikkona

Steinunn Anna Bjarnadóttir (1897-1991) hóf nám í norrænu við heimspekideild Háskóla Íslands, fyrst kvenna, árið 1916 og lauk námi þremur árum síðar. Kennari, vann við orðabókagerð.

Svafa Þórleifsdóttir (1886–1978), ritstýra, kennari (líklega fyrst til að nota söng við kennslu, stofnaði barnakór), skólastjóri, kvenréttindi

Svava Jakobsdóttir (1930–2004), rithöfundur og alþingiskona

T

Theodóra Thoroddsen (1863–1954), skáld og kvenréttindakona

Torfhildur Hólm (1845–1918), rithöfundur

Thyra Ingibjörg Jensdóttir Loftsson (fædd Lange) (1901–1970) lauk tannlæknaprófi árið 1925 fyrst kvenna

U

Unnur Benediktsdóttir Bjarklind (Hulda) (1881–1946), skáldkona 

Ú

V

Vala Flosadóttir (f. 1978), frjálsíþróttir, íþróttamaður ársins 2000, brons á Ólympíuleikunum 2000

Valgerður G. Þorsteinsdóttir (1927) tók sólópróf í flugi, fyrst kvenna, árið 1946

Vilborg Arna Gissurardóttir (f. 1980), Suðurpólsfari

Vilborg Dagbjartsdóttir (f. 1930), rauðsokka, rithöfundur

Vilhelmína Lever (1802–1879), fyrsti kvenkjósandinn á Íslandi

Þ

Þorbjörg Sveinsdóttir (1827–1903), ljósmóðir og kvenréttindakona 

Þóra Melsteð (1823–1919), skólastýra og stofnandi Kvennaskólans í Reykjavík

Þórunn Ástríður Björnsdóttir (1859–1935), ljósmóðir

Þórunn Jónassen (1850–1922), bæjarfulltrúi, önnur fyrst kvenna til að hljóta riddarkross (1921)

Æ

Ö

*Síðast uppfært 16. apríl 2019