Merki Kvennasögusafns

Kvendoktorar

Íslenskir kvendoktorar

1926-2015

Hvað viltu vita?

Spurt og svarað

Hvenær gerðist það?

Ártöl og áfangar í kvennasögu

Kvennasöguslóðir

Gönguferðir um

Reykjavík

Ásta Magnúsdóttir (1888-1962)

Ásta Magnúsdóttir var skipuð ríkisféhirðir þann 1. október 1933 og gegndi stöðunni í aldarfjórðung. Hún var fyrsta konan sem hlaut opinbera embættisstöðu hér á landi.

Ásta hafði unnið á skrifstofu ríkisféhirðis frá árinu 1910. Hún var fyrst fengin til að gegna stöðunni til bráðabirgða eftir að forveri hennar hætti störfum en var svo skipuð í embættið. Hún sagði síðar, í viðtali við tímaritið „19. júní“ að kvennasamtök í landinu hafi haft mikið um það að segja að henni hafi verið veitt embættið: „Ýmis kvenfélög sendu skriflega áskorun til ríkisstjórnarinnar um að veita mér embættið. Tel ég, að það hafi verið almennur vilji kvenna í landinu, að ég hlyti það.“ [Heimild]

Ásta vann á skrifstofu ríkisféhirðis frá árinu 1910 og lét hún af störfum sem ríkisféhirðir þegar hún fór á eftirlaun árið 1958. Hún hlaut riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu 1946 og stórriddarakross sömu orðu 1958.

Kvennasögusafn Íslands tekur við skjalasöfnum - bréfum, dagbókum o.þ.h. - frá einstaklingum og félagasamtökum. Hafðu samband ef þú vilt afhenda skjöl.