Merki Kvennasögusafns

Kvendoktorar

Íslenskir kvendoktorar

1926-2015

Hvað viltu vita?

Spurt og svarað

Hvenær gerðist það?

Ártöl og áfangar í kvennasögu

Kvennasöguslóðir

Gönguferðir um

Reykjavík

Ásta Laufey Jóhannesdóttir - ævi

Mynd frá Kvennasögusafn Íslands.Ásta Laufey Jóhannesdóttir (1906-1991) var afrekskona í sundi. Hún fæddist í Reykjavík árið 1906. Foreldrar hennar voru Jóhannes Magnússon (1879-1918) og Dórótea Þórarinsdóttir (1882-1933). 

Þann 4. ágúst 1928 synti hún Viðeyjarsundið, á milli Viðeyjar og Reykjavíkur, fyrst kvenna. Hún æfði sund með Sundfélaginu Ægi.

Ásta vann sem talsímavörður um tíma, og var húsfreyja í Reykjavík. Hún kvæntist Sverri Briem og eignuðust þau soninn Jóhannes (1933-2018). Ásta og Sverrir skildu. Árið 1948 giftist hún Brynjólfi Theodórssyni (1906-1963) tannlækni. Hún var síðast búsett við Hjarðarhaga 64. Ásta lést þann 1. nóvember 1991.

Heimildir

Kvennasögusafn Íslands tekur við skjalasöfnum - bréfum, dagbókum o.þ.h. - frá einstaklingum og félagasamtökum. Hafðu samband ef þú vilt afhenda skjöl.Mynd frá Kvennasögusafn Íslands.