Merki Kvennasögusafns

Kvendoktorar

Íslenskir kvendoktorar

1926-2015

Hvað viltu vita?

Spurt og svarað

Hvenær gerðist það?

Ártöl og áfangar í kvennasögu

Kvennasöguslóðir

Gönguferðir um

Reykjavík

Anna Sigurðardóttir

Anna og Skúli

Anna Sigurðardóttir (f. 5. des. 1908, d.3. jan. 1996) stofnaði Kvennasögusafn Íslands.

Anna fæddist á Hvítárbakka í Borgarfirði, lauk prófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík. Tók virkan þátt í starfi kvenfélaga og lagði kvennabaráttunni margháttað lið. Stofnaði Kvennasögusafn Íslands 1. janúar 1975 og var  forstöðumaður þess meðan hún lifði, var safnið rekið á heimili hennar í hennar tíð en opnaði í Þjóðarbókhlöðunni sama ár og hún lést. Heiðursdoktor við H.Í. 1986, fyrst íslenskra kvenna, fyrir brautryðjendastarf í íslenskum kvennarannsóknum. 

Ítarlegri greinar um ævi og störf Önnu: 

  • Sigríður Th. Erlendsdóttir, „Anna Sigurðardóttir“ Andvari- Nýr flokkur XLII, 125. ár (2000), bls.  11-68
  • Erla Hulda Halldórsdóttir, „Anna Sigurðardóttir og Kvennasögusafn Íslands“ Ritmennt. Ársrit Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns 2 (1997), bls. 81-106
  • Svanlaug Baldursdóttir, „Í Kvennasögusafni Íslands“ Konur skrifa til heiðurs Önnu Sigurðardóttir (Reykjavík 1980), bls. 1-11

Skjalaskrár Kvennasögusafns sem tengjast Önnu.

Ritskrá Önnu Sigurðardóttir, birtist í Konur skrifa til heiðurs Önnu 1980.

Anna Sigurðardóttir í viðtali um stofnun Kvennasögusafns í janúar 1975.

„Framtíð safnsins byggist að verulegu leyti á skilningi kvenna á því hversu mikilvægt það er að vernda frá glötun ýmis konar heimildir um líf kvenna og störf þeirra á liðnum tíma. Margir eiga í fórum sínum bréf, handrit og önnur gögn, sem mikil saga getur falist í, saga um starf ömmu og jafnvel langömmu. Og svo verður maður að vera einnig minnugur þess, að það sem er að gerast á líðandi stund, verður saga fyrr en varir.“ - Anna Sigurðardóttir, stofnandi Kvennasögusafns Íslands, í ræðu þann 5. desember 1974

„Vonandi verða framfarirnar í málum kvenna svo örar, að þess verði ekki langt að bíða að karlmannaþjóðfélagið sem slíkt líði undir lok, þannig að saga kvenna og karla verði samofin sem uppistaða og fyrirvaf, með jafnsterkum þáttum beggja í hvoru tveggja. Þá yrðu kvennasögusöfnin eins konar fornfræðasöfn. En hrædd er ég um, að það verði nokkuð langt þangað til.“ - Anna Sigurðardóttir, stofnandi Kvennasögusafns, í útvarpsviðtali 20. janúar 1978

Frá stofnun Kvennasögusafns Íslands á heimili Önnu Sigurðardóttur, Hjarðhaga, árið 1975

Björg Einarsdóttir afhendir Önnu Sigurðardóttur gögn Kvennafrísnefndarinnar ásamt peningastyrk á Hótel Sögu árið 1976

Anna Sigurðardóttir ásamt Vigdísi Finnbogadóttur á Kvennasögusafni árið 1981

Anna hlýtur heiðursdoktorsnafnbót frá Háskóla Íslands árið 1986, hún var fyrsta íslenska konan til að hljóta þann heiður.

Vinsamlegast vísið til Kvennasögusafns ef myndirnar eru notaðar.

 


*Síða stofnuð 13. júní 2018
* Síðast uppfærð 13. maí 2019