Merki Kvennasögusafns

Kvendoktorar

Íslenskir kvendoktorar

1926-2015

Hvað viltu vita?

Spurt og svarað

Hvenær gerðist það?

Ártöl og áfangar í kvennasögu

Kvennasöguslóðir

Gönguferðir um

Reykjavík

Anna Gunnarsdóttir (1906-1984)

Anna Gunnarsdóttir (1906-1984) fæddist hinn 26. júlí 1906 að Gíslakoti í Holtamannahreppi í Rangárvallasýslu. Foreldrar hennar voru Þuríður Einarsdóttir (1864-1930) og Gunnar Gunnarsson (1851-1908). Anna stundaði nám við Bændaskólann á Hvanneyri árin 1927-1929 og lauk prófi þaðan vorið 1929. Hún var fyrst kvenna til að stunda nám við Bændaskólann sem og ljúka prófi þaðan.

Þann 22. júlí 1928 synti hún þveran Borgarfjörð.

Anna Gunnarsdóttir giftist hinn 12. október 1939 Kristjáni Eiríkssyni (1906-1974).  Þau bjuggu á Borgum í Þistilfirði, Norður-Þingeyjarsýslu, árin 1940-1974 og eignuðust sex börn. Hún dó í Reykjavík þann 10. mars árið 1984.

Heimildir

Ártöl og áfangar í sögu íslenskra kvenna
Íþróttablaðið, 11.-12. tölublað (01.11.1928), bls. 238-239
Morgunblaðið, 23. október 2005

Kvennasögusafn Íslands tekur við skjalasöfnum - bréfum, dagbókum o.þ.h. - frá einstaklingum og félagasamtökum. Hafðu samband ef þú vilt afhenda skjöl.