Merki Kvennasögusafns

Kvendoktorar

Íslenskir kvendoktorar

1926-2015

Hvað viltu vita?

Spurt og svarað

Hvenær gerðist það?

Ártöl og áfangar í kvennasögu

Kvennasöguslóðir

Gönguferðir um

Reykjavík

Vilborg Dagbjartsdóttir (1930)

KSS 28. Vilborg Dagbjartsdóttir.

Ein askja

Fædd 18. júlí 1930.
Fæddist á Vestdalseyri við Seyðisfjörð og ólst þar upp.

Vilborg tók kennarapróf frá Kennaraskóla Íslands árið 1952 en stundaði einnig nám í leiklistarskóla.  Hún stundaði framhaldsnám í Danmörku og Skotlandi.  Hún kenndi bæði í Landakotsskóla og í Austurbæjarskólanum.

Vilborg hefur tekið virkan þátt í félagsstörfum bæði kennara og rithöfunda og var m.a. í stjórn Stéttarfélags íslenskra barnakennara, Rithöfundafélags Íslands, Rithöfundasambands Íslands og Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna.  Vilborg var einn af frumkvöðlum að stofnun Rauðsokkahreyfingarinnar.  Hún hafði um tíma umsjón með barnablaði Þjóðviljans, Óskastundinni, og valdi efni í tímaritið Sólhvörf er Barnaverndarfélag Reykjavíkur gaf út á árunum 1951-1974.

Eftir hana hafa komið út fjórar ljóðabækur og hún hefur birt ljóð og smásögur í tímaritum og sent frá sér barnabækur jafnt og þýtt þær. Vorið 2000 var Vilborg sæmd Fálkaorðunni.

Vilborg giftist tvisvar, fyrst Þórarni Jóhannsyni og síðan Þorgeiri Þorgeirssyni.

Gefandi: Vilborg Dagbjartsdóttir. Afhent 2001.

Askja 1.
  • Í einni öskju í merktum örkum:

    • Málfríður Einarsdóttir. Þýðing á ævintýrum: Dvergurinn Ruglumsperra og Þegar doktor Faust kom saman hjónum (birtust í Óskastund Þjóðviljans sem V.D. hafði umsjón með)

  • • Oddný Guðmundsdóttir. Látrabjarg (birtist í Óskastund Þjóðviljans)

    • Jakobína Sigurðardóttir. Sonargæla (eigin rithönd)

    • Sigríður Einarsdóttir frá Munaðarnesi. Sjómannsljóð e. Agnia Barto. Handrit þýðingar S.E. (birtist í Sólhvörfum) Fyrsta langferðin (birtist í Óskastund Þjóðviljans). Jón skjóða, eiginhandarhandrit (birtist í Óskastund Þjóðviljans)