Merki Kvennasögusafns

Kvendoktorar

Íslenskir kvendoktorar

1926-2015

Hvað viltu vita?

Spurt og svarað

Hvenær gerðist það?

Ártöl og áfangar í kvennasögu

Kvennasöguslóðir

Gönguferðir um

Reykjavík

Lára Sigurbjörnsdóttir (1913-2005)

Tilvísun: KSS 72Lára Sigurbjörnsdóttir. Einkaskjalasafn.

13 öskjur

Fædd 28. mars 1913, látin 29. maí 2005.
Brautskráðist frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1930. Handavinnunám hjá Heimilisiðnaðarfélagi Íslands 1932-1933 og lauk handavinnukennaranámi í Danmörku 1934. Handavinnukennari 1934-1949. Hótelstjóri Edduhótelsins á Eiðum 1965-1975. Leiðbeinandi hjá félagsstarfi aldraðra í Reykjavík 1969-1996. Átti lengi sæti í stjórn Kvenréttindafélags Íslands og var formaður þess 1964-1971. Átti sæti í stjórnum margra félaga.

Eiginmaður: Ásgeir Ó. Einarsson, börn: Guðrún Lára, Einar Þorsteinn, Sigrún Valgerður, Þórdís og Áslaug Kristín.

Foreldrar: Guðrún Lárusdóttir, þingkona og rithöfundur, og Sigurbjörn Ástvaldur Gíslason, prestur.

Gefandi: Guðrún Lára Ásgeirsdóttir. Afhent 2005 og 2010.

72.
A Bréf
AA Bréf til Láru Sigurbjörnsdóttur

Askja 1
  : Fjölskyldan:
  Ásgeir Einarsson (eiginmaður), 1938-1940
  Einar Kristjánsson, 1 bréf 1934
  Friðrik Sigurbjörnsson (bróðir), 1 bréf 1961
  Guðrún Lárusdóttir (móðir), 1936-1938
  Guðrún Valgerður Sigurbjörnsdóttir (Gunna Valla, systir), bréf 1936-1938
  Lárus Sigurbjörnsson (bróðir), 1 bréf 1937
  Sigurbjörn Á. Gíslason (faðir),
  Sigrún Kirstín Sigurbjörnsdóttir (Mússa, systir), 2 bréf 1938
  Valgerður tanta, 1 bréf 1921


Askja 2
  : Aðrir íslenskir bréfritarar:
  Anna Sigurðardóttir, 1 bréf 1951
  Dódó, 1970-1991
  Elskandi frænka, 1 bréf 1938
  Gógó, 1962-1968
  Halldóra Bjarnadóttir, 1 bréf 1972
  Imba Kristins, 2 bréf
  Kristín L. Sigurðardóttir, 1 bréf 1962
  Nína Tryggvadóttir, 1 bréf 1958
  Sigurbjörg Halldórsdóttir frá Stuðlum, 1 bréf 1938
  Sigurlína Gísladóttir, 1 bréf 1938
  Stefanía Gissurardóttir, 2 bréf
  Stína frænka, 1 bréf 1928
  Stína í Helgebakken, 2 bréf 1981
  Ýmsir, m.a.: Ásta, Guðrún Einarsdóttir, Gunnar Möller, Halldór Sigurðsson, Hulda Jensdóttir, Jóhanna Kristjánsdóttir, Lára, Margrét Sigfúsdóttir, Ólöf Sigurðardóttir, Pálína Guðmundsdóttir, Pétur Pétursson, Sigrún Jónsdóttir, Sigurborg Lundberg, Skuggsjá, Skúli og Grace Hjörleifsson, Tóta, Þórir S. Guðbergsson
  Ýmis bréf og kort

Askja 3: Erlendir bréfritarar

AB Bréf frá Láru Sigurbjörnsdóttur

Askja 1: Viðtakendur:
Amma – Kirstín Katrín Pétursdóttir Guðjohnsen, 3 bréf 1934
Ásgeir Einarsson (eiginmaður), 1938-1940 
Guðrún Valgerður (systir)
Sigrún Kirstín (systir)
Sigurbjörn Á. Gíslason (faðir)
Stína

B Ýmis gögn Láru Sigurbjörnsdóttur
Askja 1
Ýmis skrif Láru, sumt í slitrum
Ræður
Bréf til Morgunblaðsins

Askja 2
Félagsþjónustan/Lára
Félagsskírteini Láru Sigurbjörnsdóttur í fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík
Frumvarp til laga um húsmæðrafræðslu, vélrit ásamt skrifum Guðrúnar Lárusdóttur
Útvarpserindi
Nemendasamband Kvennaskólans í Reykjavík, ca. 1939-42
Kvennaárið 1975:
- Greinargerð eftir 5 þátttakendur á heimsþingi kvenna í A-Berlín í október 1975: Erla Ísleifsdóttir,  Esther Jónsdóttir, Guðríður Elíasdóttir, Inga Birna Jónsdóttir og Steinunn Harðardóttir.
- “10 ára framkvæmdaáætlun” (óljóst hvaðan komið)
- Handskrifuð greinargerð/ræða um styrki Menningarsjóðs Norðurlandanna
- Nokkur dönsk kort og bæklingar

Askja 3
2 skrifblokkir og 11 stílabækur með skrifum Láru (aðallega útvarpserindi)
Dreifimiðar v. kosninga 1949; Kristín L. Sigurðardóttir og Rannveig Þorsteinsdóttir
Faðir minn-presturinn. Handrit Láru Sigurbjörnsdóttur (birt í samnefndri bók, Skuggsjá 1977)

Askja 4
Eiðaskóli
KRFÍ (m.a. v. Landsspítalasöfnunar kvenna 1969

Askja 5
- Símskeyti til Kirstínar Láru Sigurbjörnsdóttur og Ásgeirs Einarssonar á brúðkaupsdaginn
- Símskeyti til Láru frá ýmsum tímum, hin elstu frá árinu 1927
- Nokkur kort
- Ýmislegt óljóst
- Minningargreinar: Sr. Sigurbjörn Á. Gíslason, Guðrún Lárusdóttir, Emilía Briem, Björn Hafliðason frá Saurbæ
- Frá námsárum Láru: þýskuglósubók – Ritgerð um Grím Thomsen - Frá náminu í Haslev, m.a. listi yfir komin og farin bréf frá Haslev og  útgjöld
- Fæðingarvottorð Láru (ljósrit) og ljósrit úr Prestsþjónustubók Rvk. um fæddar meyjar 1913
- Samþykkt erfingja Sigurbjörns Á. Gíslasonar 6. febr. 1971 – Skipulagsskrá fyrir Minningarsjóð Guðrúnar Lárusdóttur
- Minningargreinar: Sr. Sigurbjörn Á. Gíslason, Guðrún Lárusdóttir, Emilía Briem, Björn Hafliðason

Askja 6
Dagbækur Láru: Dagbók 1. mars 1934-19 ágúst 1934; Dagbók frá Hallormsstaðaskóla árið 1934-35; Aar for Aar 1945; Dagbók fyrir 1997 og virðist fært í hana fyrir bæði 1996 og 1997; Dagbók fjármálaráðuneytis 1997 sem Lára skrifar dagbók í; Dagbók 1998-1999; ferð til Portúgal, 1984 – Vegabréf, ökuskírteini

Askja 7
Dagbækur Láru: Gormadagbækur með dagatali, 2000-2005; stílabók með ferðasögu til Spánar með eldra folk 1977; stílabók með forskrift, æfing í skrift

Askja 8
• Brúðkaupsborð 1937 – Borðspjöld • Fæðingarvottorð – Bólusetningarvottorð • Kort • Ljósmyndir af Láru • 2 fyrstadagsumslög með frímerkjum af mynd Guðrúnar Lárusdóttur • Sverrir Ólafsson: um slysið í Tungufljóti 1938 og Pedersen bílstjóra – Dómur hæstaréttar 1939 • Minni. Kristín S. Sigurbjörnsdóttir – Jólasálmur (handskrifað) • Guðrún Lárusdóttir: nokkur kort, vegabréf 3 vegabréf (Láru Sigurbjörnsdóttur) – 4 einkunnabækur – Poesibók – 2 Adressubækur

Askja 9
• Kantate ved Danmarks KFUKs 50 aars fest den 28 november 1933 • Nokkur ljóð send Guðrúnu Lárusdóttur í Ási, m.a. eftir Kristínu Björnsdóttur (Lüders), síðast búsett í Danmörku • Meðlimskort o.fl. Guðrún Lárusdóttir og Lára Sigurbjörnsdóttir • Kirstín Pétursdóttir Guðjohnsen; jólakort • Systurnar í Ási, Guðrún Valgerður og Sigrún Kirstín Sigurbjörnsdætur, m.a. fermingarkort 1935 • Kassi með minningarkortum um Maríu Ágústsdóttur • Kassi með 2 klisjum: mynd af Guðríði Guðmundsdóttur og Pauline Jósefsson (eiginkona Ágústar Jósefssonar, prentara og bæjarfulltrúa)

Askja 10
• Kassi með minningarkortum um Maríu Ágústsdóttur • Kort til Láru Sigurbjörnsdóttur í Ási frá 1924-1984 • Myndir úr myndaalbúmi merkt Guðrúnu Jóhannsdóttur frá Brautarholti • Kort til Guðrúnar Lárusdóttur í Ási frá 1900-1938 Efst eru nokkur póstkort til ýmissa ásamt ónotuðum kortum