Merki Kvennasögusafns

Kvendoktorar

Íslenskir kvendoktorar

1926-2015

Hvað viltu vita?

Spurt og svarað

Hvenær gerðist það?

Ártöl og áfangar í kvennasögu

Kvennasöguslóðir

Gönguferðir um

Reykjavík

Jónína Guðmundsdóttir (1902-1978)

KSS 33. Jónína Guðmundsdóttir. Einkaskjalasafn.

2 öskjur

Fædd 3. nóv. 1902, dáin 22. maí 1978.
Fæddist í Flatey á Breiðafirði og ólst þar upp.

Jónína stundaði nám við Hvítárbakkaskóla um tveggja ára skeið og önnur tvö ár var hún við nám í húslegum fræðum í Danmörku.

Giftist Frímanni Ólafssyni forstjóra, eignuðust fimm börn.

Jónína var frumkvöðull að stofnun Húsmæðrafélags Reykjavíkur 1934 og lengi formaður. Formaður Mæðrastyrksnefndar í Reykjavík 1958-1977. Sat í Barnaverndarnefnd Reykjavíkur, átti sæti í Fegrunarnefnd Reykjavíkur, í hópi þeirra er áttu frumkvæði að stofnun neytendasamtakanna, sat í stjórn Bandalags kvenna, Kvenfélagsambands Íslands, Kvenfélags Hallgrímskirkju, Thorvaldsensfélagsins og Sjálfstæðiskvennafélagsins Hvatar.

Gefandi: Ólafur Frímannsson afhenti gögnin 1978.

KSS 33

Askja 1:

• † Frímann Ólafsson. Kort og bréf.
• Ræður: Brúðkaup Birgis Frímannssonar – Brúðkaup Nínu og Péturs – Ferming Hjördísar  Harðardóttur
• Bréf til Jónínu frá Fríðu (dóttir, 3 bréf),
• Vitnisburður úr Hvítárbakkaskóla
• Bréf frá Katrínu Magneu Steingrímsdóttur í Noregi, 21. mars 1963
• Ræða flutt á fundi Hvatar. – Skírteini í Hvöt 1971 – Skírteini frá fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík
• Frásögn af upptökuheimili fyrir stúlkur, Skovtofte,  í Danmörku
• Tvær ræður um bindindismál
• Ferðasögur e. Jónínu
• Kveðskapur eftir ýmsa
• Skírteini: 2 gjafahlutir í Hallgrímskirkju; Heiðursbréf til Vigdísar Eyjólfsdóttur frá Kvenfélagi Hallgrímskirkju; Skírteini fyrir ævifélaga Slysavarnarfélags Íslands
• Minningagreinar Jónínu um nokkar konur:
– Sigríður Elísabet Guðmundsdóttir
– Sesselja Guðmundsdóttir
– Unnur Skúladóttir Thoroddsen
– Inga Andreasen
– Guðrún J. Snæbjörnsdóttir
– Þórunn Kristjánsdóttir
– Jónas Hvannberg
• Margvíslegt efni, sumt slitur
• Ýmis kort til Jónínu
• Heillaóskakort í tilefni sjötugsafmælis Jónínu 1972.
• Sálmar sungnir við sorgarhátíð í KFUM og KFUK 1918
• Memorial Service for the late President of The United States John F. Kennedy, 1963

Askja 2:
- Úrklippubækur sem sýna fréttir og myndir af ferðum Jónínu vegna starfa í húsmæðra og/eða kvenfélaga. Nokkuð um persónulegar ljósmyndir.
• Mæðrastyrksnefnd. Ýmis ósamstæð gögn og slitur sem verið hafa í fórum Jónínu.
- Skýrsla um störf barnaverndarnefndar Reykjavíkur 1957