Merki Kvennasögusafns

Kvendoktorar

Íslenskir kvendoktorar

1926-2015

Hvað viltu vita?

Spurt og svarað

Hvenær gerðist það?

Ártöl og áfangar í kvennasögu

Kvennasöguslóðir

Gönguferðir um

Reykjavík

Bríet. Félag ungra feminista

KSS 96. Bríet. Félag ungra feminista. Einkaskjalasafn.

Ath.  Gögn eru pöntuð hjá Kvennasögusafni og eftir það afgreidd frá Íslandssafni á 1. hæð Þjóðarbókhlöðunnar á opnunartíma þess.

Félagið stofnuðu nokkrar vinkonur haustið 1997 en formlegur stofnfundur var haldinn í húsnæði Kvennalistans við Austurvöll í janúar 1998. „Bríet eru sjálfstæð, óflokksbundin félagasamtök sem starfa utan allra pólitískra hreyfinga. Meginmarkmið félagsins er að vekja konur til meðvitundar um stöðu sína í samfélaginu og undirstrika það að áunnum réttindum kvenna fylgir sú ábyrgð að nýta sér þau. Bríet vill einnig stuðla að hugarfarsbreytingu með því að vekja athygli á ójafnrétti kynjanna og fræða fólk um feminisma.“ (Af upplýsingablaði).

Innihald:
∙ Fundagerðabók, 25.8.1998-22.10.2001
∙ Stefnuskrá-Lög og reglur Bríetar - Fyrirtækjaskráning - Upplýsingar um félagið - Upplýsingabæklingur um félagið - Upplýsingabæklingur um félagið á ensku - Galtroppa, 1. tbl., 1. árg. - Upplýsingablað um félagið með helstu afrekum
∙ Efst liggja póstkort frá félaginu merkt Embla, nafnspjald félagans Brynhildar Heiðar- og Ómarsdóttur og dreifiblað vegna 8. mars