Oct 29, 2025

Takk! 24. október 2025


Við erum himinlifandi yfir hversu vel söguganga Kvennaárs 2025 tókst!

Kröfuganga í gegnum söguna að útifundi Kvennaverkfallsins var stórkostleg hugmynd hjá framkvæmdastjórn Kvennaárs sem á heiðurinn að framkvæmd hennar. Fagstjóri Kvennasögusafns tilheyrir þeirri stjórn og var ánægð að geta lagt sitt að liði.

Það var draumi líkast að sjá baráttusögu kvenna birtast svona ljóslifandi með nútímalegum aðferðum og áherslum. Það var mjög áhrifamikið enda hefur safnið haft mikið fyrir því að lyfta upp þessari sögu og gera hana aðgengilega síðustu 50 ár.

Nú höldum við áfram og óskum bæði eftir nýju kennsluefni sem og varanlegu sýningarrými þar sem jafnréttisögunni er gerð skil. Þangað til minnum við á vefsíðu okkar sem og 50 ára afmælissýningunni sem opnaði 17. október og stendur til 9. mars 2026 – og er opin og aðgengileg öllum á opnunartíma Þjóðarbókhlöðunnar.

Ljósmyndari: Kristín María Stefánsdóttir

KVENNAVERKFALL25-3.jpg