Oct 13, 2025

Dagskrá opnunar föstudaginn 17. október 2025, kl. 15


Velkomin á opnun sýningar í Þjóðarbókhlöðu 17. október, kl. 15.


Dagskrá:

  • Örn Hrafnkelsson Landsbókavörður býður gesti velkomna
  • Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra
  • Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í framkvæmdanefnd Kvennaárs 2025
  • Marion Poilvez, skjalavörður W.O.M.E.N. og skáld
  • Gerður Steinþórsdóttir, í framkvæmdanefnd kvennafrídagsins 1975, opnar sýninguna

Ljóðaflutningur: Stofnendur Laufeyjar, ungmennaráðs Kvenréttindafélags Íslands
Fundarstjórn: Rakel Adolphsdóttir, fagstjóri Kvennasögusafns

Léttar veitingar að lokinni dagskrá
---
VIÐ ERUM MARGAR er sýning á safnkosti Kvennasögusafns Íslands, sem haldin er í tilefni af 50 ára afmæli safnsins. Þemu sýningarinnar eru félög, vinna og verkföll kvenna. Opnun hennar fer fram á Landsbókasafni föstudaginn 17. október 2025, kl. 15.
Kvennasögusafn var stofnað 1. janúar 1975 á heimili fyrstu forstöðukonunnar, Önnu Sigurðardóttur, í blokkaríbúð hennar við Hjarðarhaga. Stofnun safnsins var fyrsti íslenski viðburðurinn á alþjóðlegu kvennaári Sameinuðu þjóðanna en árið 2025 hefur einnig verið útnefnt Kvennaár. Safnið er nú hluti af Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni.

Við erum margar - Kvennasogusafn i 50 ar bodskort.jpg