Sep 25, 2025

Afmælissýning Kvennasögusafns opnar 17. október 2025


VIÐ ERUM MARGAR er sýning á safnkosti Kvennasögusafns Íslands, sem haldin er í tilefni af 50 ára afmæli safnsins. Þema sýningarinnar er félög, vinna og verkföll kvenna. Opnun hennar fer fram á Landsbókasafni föstudaginn 17. október 2025, kl. 15-17. Takið tímann frá, nánari dagskrá verður auglýst síðar.

Kvennasögusafn var stofnað 1. janúar 1975 á heimili fyrstu forstöðukonunnar, Önnu Sigurðardóttur, í blokkaríbúð hennar við Hjarðarhaga. Stofnun safnsins var fyrsti íslenski viðburðurinn á alþjóðlegu kvennaári Sameinuðu þjóðanna en árið 2025 hefur einnig verið útnefnt Kvennaár.

kort_18sept2.jpg