Safnið lokar vegna sumarfrís starfsmanns þess 14. júlí til 5. ágúst en örvæntið ekki, hér er listi yfir skjöl sem hafa verið endurgerð stafræn og eru í opnum aðgangi sem þið getið flett á meðan:
- Fundargerðabók kvennanefndar Sósíalistaflokksins 1953-1964, sjá skjalaskrá
- Fundargerðarbók Hvítabandsins, sjá skjalaskrá.
- Fundargerðir kvennaheimilisins Hallveigarstaða, sjá skjalaskrá
- Rauðsokkahreyfingin, sjá skjalaskrá:
- Handrit skáldsögunnar Örlagaþráðurinn eftir Ástríði Torfadóttur (1867-1949) hjúkrunarkonu, sjá skjalaskrá.
- Bréf skáldkonunnar Huldu (1881-1946) til tengdamóður sinnar, sjá skjalaskrá.
- Bréf Júlíönnu Jónsdóttir (1838-1917), sjá skjalaskrá:
- Þorbjörg Dýrleif Árnadóttir (1898-1984) hjúkrunarfræðingur, sjá skjalaskrá.
Athugið að skjöl Þorbjargar er varið höfundarrétti.
- Úrklippubók Þorbjargar
- Myndaalbúm 1920-1940, inniheldur m.a. myndir af ferðalögum hennar til: Danmerkur 1920-1923, Kanada 1924-1925, Bandaríkjanna 1926-1928, Englands 1931, Frakklands 1931, Noregs 1933-1934. Og myndir frá Íslandi, m.a.: Vífilsstaðir 1928-1931, Norðurland 1929, Hveragerði 1931, Geysi í Haukadal 1930 og 1935, svipmyndir frá Reykjavík 1930-1935, Þingvellir 1935
---
Þá vitum við að það eru mörg að taka til í geymslum á sumrin og þá berast vonandi ný skjalasöfn full af bréfum og dagbókum og ræðum og heimilisbókhaldi og fleiru og fleiru á Kvennasögusafn.
Hér er listi yfir nýjar skjalaskrár sem hafa birst á heimasíðu okkar og hægt er að fletta og láta sig dreyma um að skoða á lessal á 1. hæð Landsbókasafns þegar húsið opnar aftur 6. ágúst:
- Rannveig Tómasdóttir (1911–2005), ferðabókahöfundur. KSS 2019/13.
- Arnheiður Sigurðardóttir (1921–2001), þýðandi. KSS 2022/15.
- Dagný Kristjánsdóttir, prófessor. KSS 2022/5.
- Þórunn Hulda Sveinbjörnsdóttir (f. 1945), formaður stéttarfélags. KSS 2023/20.
- Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna (MFÍK) (st. 1951). KSS 2018/16.
- Kristín Jónsdóttir, Delta Kappa Gamma (2010-2012). KSS 2017/5.
- Sigurlaug Einarsdóttir (f. 1951), fóstra. KSS 2018/11.
- Kvenfélagasamband Gullbringu- og Kjósarsýslu (st. 1937). KSS 2019/8.
- Unnur Ágústsdóttir (1915-2001), framkvæmdastjóri. KSS 2018/8.
- Zontaklúbbur Reykjavíkur (st. 1941). KSS 2019/2.
- Guðrún Ágústsdóttir (f. 1947), bæjarfulltrúi. KSS 2021/29.
- Netið - samskiptanet kvenna (st. 1986). KSS 2021/5.
- Sigríður Guðmundsdóttir (1917-1997), húsmóðir og ritari. KSS 2025/15.
- Bryndís Dóra Þorleifsdóttir (1935-2016), húsmóðir. KSS 2025/16.
- Ingibjörg Guðlaugsdóttir (1887-1971), vinnukona. KSS 2025/2.
Vinsamlegast athugið að allar afhendingar eru skráðar. Skjalaskrár eru svo birtar þegar tekin hefur verið saman lýsandi samantekt og búið rétt um safnið. Öll skjalasöfn sem hafa borist og eru í opnum aðgangi eru engu að síður aðgengileg. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Kvennasögusafns til að fá nánari upplýsingar (við svörum eftir sumarfrí).