Skjalasöfn í stafrófsröð

Sigríður Árnadóttir (1907-1998), kennari, og fjölskylda. KSS 2025/18.


Lýsandi samantekt

  • Varðveislustaður:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

  • Safnmark:

    KSS 2025/18

  • Titill:

    Sigríður Árnadóttir og fjölskylda

Samhengi

  • Nöfn skjalamyndara:

    Sigríður Árnadóttir (1907­-1998), kennari

    Árni Árnason (1877-1936)

    Elín Steindórsdóttir Briem (1881-1965)

  • Lífshlaup og æviatriði:

    „Kamilla Sigríður Árnadóttir kennari fæddist 3. maí 1907 á Oddgeirshólum í Flóa og lést 7. september 1998. Foreldrar hennar voru Árni Árnason bóndi, f. 24. júlí 1877, d. 10. maí 1936, og kona hans Elín Steindórsdóttir Briem húsfreyja, f. 20. júlí 1881, d. 30. ágúst 1965.

     

    Sigríður nam í Héraðsskólanum að Laugarvatni 1930-1932, lauk kennaraprófi 1934.
    Hún var kennari í Barnaskólanum í Eyjum 1934-1941, í barnaskólanum á Ljósafossi frá 1957-1959, skólastjóri þar 1961-1962, stundaði heimakennslu um skeið. Hún var ritari Umf. Baldurs í Hraungerðishreppi í nokkur ár, formaður Kvenfélags Grímsness 1967-1978, var í fulltrúaráði K. R. F. Í. í allmörg ár.
    Rit:
    Greinar í blöðum og tímaritum.
    Hún var í ritnefnd Gengnar slóðir, 50 ára minningarriti Sambands sunnlenskra kvenna, 1978.
    Ársrit S. S. K. 1983-1985.
    Þau Guðmundur giftu sig 1941, eignuðust fjögur börn.
    Guðmundur lést 1991 og Sigríður 1998.

    1. Maður Sigríðar, (25. október 1941), var Guðmundur Kristjánsson bóndi í Arnarbæli í Grímsnesi, f. 5. mars 1903, d. 15. júní 1991. Foreldrar hans voru Kristján Sigurðsson bóndi þar, f. 4. júní 1870, d. 15. október 1943, og kona hans Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 4. nóvember 1874, d. 7. desember 1940.
      Börn þeirra:
      1. Elín Guðmundsdóttir lífeindafræðingur, f. 4. október 1942.
      2. Kristín Erna Guðmundsdóttir kennari, f. 9. október 1943.
      3. Guðrún Erna Guðmundsdóttir kjólameistari, f. 9. október 1943.
      4. Árni Guðmundsson verkstjóri, f. 1. september 1945.“

     

    Heimild: https://heimaslod.is/index.php/Sigr%C3%AD%C3%B0ur_%C3%81rnad%C3%B3ttir_(kennari)

  • Varðveislusaga:

    Úr fórum afkomenda

  • Um afhendingu:

    Elín Guðmundsdóttir (f. 1942) gaf Kvennasögusafni dagbækur og sendibréf móður sinnar Sigríðar Árnadóttur (f. 3. maí 1907) til varðveislu sem og bréf ömmu sinnar Elínar Steindórsdóttur Briem frá Hruna (f. 20. júlí 1881) til kærastans Árna Árnasonar. Einnig eru bréf frá Elínu, þá húsfreyju í Oddgeirshólum, til tilvonandi tengdasonar síns Jóns Ólafssonar. Þá fylgir safninu vefnaðaruppskriftabók Ólöfu, yngstu dóttur þeirra.

Innihald og uppbygging

  • Grisjun:

    Rammar utan um tvær ljósmyndir grisjaðir (sjá mynd í skjalaskrá á skrifstofu Kvennasögusafns)

  • Viðbætur:

    Viðbóta er ekki von

Um aðgengi og not

  • Um aðgengi og not:

    Aðgangur er öllum heimill

  • Skilyrði er stjórna endurgerð:

    Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

  • Tungumál:

    Íslenska

Tengt efni

  • Staðsetning afrita:

    115 ljósmyndir endurgerðar stafrænt. 2 aðrar ljósmyndir sem voru í ramma en eru ekki til stafrænar. Á eftir að setja myndir 111-117 í ljósmyndaplast.

  • Tengt efni:

    KSS 4. Anna Sigurðardóttir. [Sendibréf frá Önnu til Sigríðar]

    KSS 6. KRFÍ. [Sigríður var í KRFÍ og sat landsfundi]

Um lýsinguna

  • Athugasemdir skjalavarðar:

    Rakel Adolphsdóttir skráði, raðað eins og það barst skv. upprunareglunni

  • Reglur eða aðferð:

    Skráningin byggir á ISAD(G) staðlinum

  • Dagsetning lýsingar:

    11. júlí 2025


Skjalaskrá

askja 1

  • örk 1: Upplýsingar um afhendingu skjalasafnsins
  • örk 2: Úrklippur um Sigríði, Elínu og fjölskylduna
  • örk 3: Sendibréf til Guðmundar frá Kristjáni og Rúnu frænku, 1933-1936
  • örk 4: Sendibréf til Jóns Ólafssonar Fálkagötu 14 frá Sigríði, 1941, 1941 og 1944
  • örk 5: Póstkort til Elínar Guðmundsdóttur frá Sigríði móður sinni, 1973
  • örk 6: Silkipoki með útsaum [textíll]
  • örk 7: Ljósmynd, mannamynd af konu í þjóðbúning [ljósm. Ólafur Oddson]
  • örk 8: Bréf til Auðar Eiríksdóttur frá Sigríði, september 1941
  • örk 9: Fermingarkort
  • örk 10: Sendibréf til Elínar Guðmundsdóttur frá Sigríði móður hennar, 1952, 1954 og 1955. Samúðarkort til Elínar 1998.

 

askja 2 [flokkað eins og það barst, allt sem er saman í örk var afhent saman í plastvasa]

  • örk 1: Vistráðningarsamningur Maria Kohler frá Þýskalandi, maí 1949-1950
    • bréf frá Búnaðarfélagi Íslands 9. júní 1949 varðandi ráðninguna
    • bréf frá Búnaðarfélagi Íslands 4. júlí 1949 varðandi greiðslu til þýska verkafólksins
    • bréf frá Búnaðarfélagi Íslands 12. september 1949 varðandi þýska verkafólkið
    • bréf frá Búnaðarfélagi Íslands 13. september 1949 varðandi þýska verkafólkið
  • örk 2:
    • Alfred Gíslason læknir, rukkar um greiðslu, 4. júlí 1941
    • Hamingjuóskir vegna hjólabands Sigríðar og Guðmundar [ein ljósmynd fylgir]
    • Nóta frá Landspítalanum 12. febrúar 1942
    • Bréf frá nefnd KRFÍ um fjáráð kvenna, undirrituðu Ástríður Eggertsdóttir, Guðrún Stephensen og Anna Sigurðardóttir
    • Bréf Böðvar Stefánsson til Sigríðar, Ljósafossi 19. október 1956 [Inga skipuð kennari við skóla]
    • Gáta [handskrifuð]
    • Handskrifaðar nótur
    • Fjársöfnun vegna Þingvallafundar, orðsending
    • Bréf frá Framkvæmdaráði Þingvallafundar til Sigríðar, Reykjavík 17. ágúst 1960 [undirritað Kjartan Ólafsson]
    • Bréf, Kvenréttindafélag Íslands til Sigríðar, 11. maí 1960 [varðandi landsfund 19.23. júní]
    • Bréf, Anna Sigurðardóttir til Sigríðar, 18. maí 1960
  • örk 3:
    • Bréf, Böðvar til Sigríðar, 16. desember 1987
    • Sendibréf, Laufey til Sigríðar, 5. júní 1941
    • Sendibréf, Þuríður Briem til Sigríðar, Sólvöllum 12. febrúar 1945
    • Vísur frá G.Á.
    • Sendibréf, Guðrún Hjörleifsdóttir til Sigríðar, Skógum 10. nóvember 1974
    • Sendibréf, Harpa, Vestmannaeyjar 15. október 1975
    • Sendibréf, Harpa, Dublin 28. apríl 1980
    • Sendibréf, Ragnheiður, Gautaborg 16. október 1978
    • Sendibréf, Svanhildur til Sigríðar, Akureyri 6. ágúst 1988
    • Sendibréf, til Siggu og Gumma, jólin 19794
  • örk 4:
    • Fullnaðarpróf vottorð, Guðmundur Kristjánsson, 2. apríl 1917
    • Nafnskírteini Guðmundur Kristjánsson, 1947
    • Árspróf, GK, 1916
    • Sendibréf til Sigríðar frá Guðmundi, Keflavík 18. apríl 1944
    • Sendibréf til Sigríðar frá Guðmundi, Landspítalinn 11. ágúst 1953
    • Sendibréf til Sigríðar frá Guðmundi, Landspítalinn 1. september 1953
    • Sendibréf til Sigríðar frá Guðmundi, Landspítalinn 27. ágúst 1953
    • Sendibréf til Elínar Guðmundsdóttur frá Guðmundi pabba hennar, Keflavík 18. apríl 1944
    • Sendibréf til Árna frá Guðmundi pabba hans [ódagsett]
    • Bréfmiði
    • Bréf, Björn Sigurbjarmsson
    • Sendibréf til Sigríðar frá Guðmundi, Keflavík 12. mars 1942
    • Sendibréf til Sigríðar frá Guðmundi, Keflavík 29. apríl 1942
    • Sendibréf til Sigríðar frá Guðmundi, Hafnarfjörður 8. mars 1944
    • Sendibréf til Sigríðar frá Guðmundi, Landspítalinn 10. ágúst 1953
    • Sendibréf frá Árna, Laxárvirkjun 5. maí 1963
    • Sendibréf frá Árna, Laugarvatni 15. janúar 1962
    • Sendibréf til Sigríðar, Arnarbæli jóladagur 1942
    • Sendibréf til Sigríðar frá Rúnu Kristjánsdóttir, Reykjavík 11. apríl 1949 [umslag án frímerkis]
    • Miðar fyrir Korvörur og umslag stílað á Herra Guðmundur Kristjánsson
    • Sendibréf, Inga Sigurðardóttir ritar, Reykjavík 1. nóvember 1961
    • Sendibréf, Rúna Kristjánsdóttir til Guðmundar Kristjánssonar, 27. janúar 1938
    • Sendibréf, Árni ritar, Laxá 2. júlí 1963

 

 

  • örk 5:
    • Ættbókarvottorð, hryssan Svala Arnarbæli, 1943
    • Miði í umslagi, kveðja til Sigríðar fyrir hönd skólabarna [ódagsett]
    • Lag: Vormenn Íslands [handskrifaður texti]
    • Kvittun, Arfur Íslendinga, Mál og menning, 9. febrúar 1943
    • Reikningur Sigríðar
    • Sendibréf, Sigríður Árnadóttir ritar, Arnarbæli 23. ágúst 1953
    • Miði, skrifstofa fræðslumálastjóra, 12. febrúar 1943 aukauppbót á laun f. 1941-42
    • Sendibréf, Sigríður Árnadóttir ritar, Arnarbæli 27. mars 1944
    • Sendibréf, Sigríður Ánadóttir ritar, Arnarbæli 12. mars 1944
    • Sendibréf, Sigríður Ánadóttir ritar, Hafnarfjörður 28. ágúst 1942
    • Kristinfræði, vorpróf í barnaskóla Vestmannaeyja 1940
    • Landafræði vorpróf landafræði 1938
    • Sendibréf, Elín Guðmundsdóttir ritar til pabba síns, Valgeirshólum 27. mars 1944
    • Sendibréf, Sigga ritar til móður sinnar, Vín 3. mars 1940
    • Sendibréf, Sigga ritar til móður sinnar, Vestmannaeyjar 3. janúar 1940
    • Sendibréf, Sigga ritar til móður sinnar, Vín 23. janúar 1939
    • Sendibréf, Sigga ritar til móður sinnar, Vín 1. janúar 1939 [hárlokkur festur með títuprjón við bréfið]
    • Sendibréf, Sigga ritar til móður sinnar, Vín 31. október 1938
    • Sendibréf, Sigga ritar til móður sinnar, Vín 21. mars 1938
    • Sendibréf, Sigga ritar til móður sinnar, Vín 18. desember 1938
    • Sendibréf, Sigga ritar til móður sinnar, Vín 10. maí 1938 [teiknuð mynd af peysu og textíl brot fest við bréf með títuprjóni]
    • Sendibréf, Sigga ritar til móður sinnar, Vín 24. nóvember 1937
    • Sendibréf, Sigga ritar til móður sinnar, Laugarvatn 10. janúar 1932
    • Handskrifað próf [m.a. spurningar um kvennasögu]
    • Dreifibréf, 1. maí 1941 „Hinir brottnumdu Íslendingar“, Einar Olgeirsson, Sigurður Guðmundsson, Sigfús Sigurhjartarson
    • Miði, kveðja frá Bergþóru
    • Minnisbók [Vestmannaeyjagos á forsíðu, glósur um konur]
    • Noregsfarar 1967, nafnalisti [líklega kvenfélag]
    • Leiðrétting til Morgunblaðsins 25. júní 1960 [varðandi KRFÍ og Auði Auðuns], afrit sent til „frú Borgarstjóra“
  • örk 6: Hlíð 10. nóvember 1964, „amma þín Elín“ ritar
  • örk 7: „Bréf til ömmu frá margumræddri. Stínu Jónasar – og Hauki, Ólöfu í Vðanesi til mömmu, Guðríði í Austurbænum til mömmu sem og fleirum. Ýmsum Vestmannaeyingum Soffíu Kiðjabergi , Guðrúnu Briem.
    • Sendibréf til Sigríðar Árnadóttur, Lella Theodórs ritar, 3. apríl 1925
    • Sendibréf til Sigríðar Árnadóttur, L. Skúladóttir, 31. desember 1943
    • Sendibréf til Sigríðar Árnadóttur, Elín Þorfinnsdóttir ritar, Vestmannaeyjar 10. desember 1941
    • Sendibréf til Sigríðar Árnadóttur, Viktoría ritar, Reykjum 25. ágúst 1943
    • Sendibréf til Sigríðar Árnadóttur, Bogga ritar, Hafnarfjörður 1943
    • Sendibréf til Sigríðar Árnadóttur, Viktoría ritar, Rjúpi 20. nóvember 1943
    • Sendibréf til Sigríðar Árnadóttur, Soffía ritar, Barónstígur 65, 25. október 1943
    • Sendibréf til Sigríðar Árnadóttur, Haukur Guðmundsson ritar, Árósir 10. apríl 1950
    • Sendibréf til Sigríðar Árnadóttur, Haukur Guðmundsson ritar, Horsens 15. desember 1949
    • Sendibréf til Sigríðar Árnadóttur, Haukur Guðmundsson ritar, Horsens 7. janúar 1951
    • Sendibréf til Elínar, Stína Jónasardóttir ritar, 13. janúar 1955
    • Jólakort til Sigríðar Árnadóttur, Stína Jónasardóttir ritar, 1944
    • Sendibréf til Sigríðar Árnadóttur, Ólöf Jónsdóttir ritar, Reykjavík 24. júlí 1958
    • Sendibréf til Sigríðar Árnadóttur, Sæa ritar, 18. maí 1954
    • Sendibréf, Guðrún ritar, 18. desember 1956
    • Sendibréf, Anna Jóhanna Oddgeirs ritar, Vestmannaeyjar 19. desember 1942
    • Sendibréf til Sigríðar Árnadóttur, „frúin á 13“ ritar, Vestmannaeyjar 20. febrúar 1943
    • Sendibréf til Sigríðar Árnadóttur, Þuríður Briem Stokkseyri, Skálavík 7. maí 1942
    • Sendibréf til Sigríðar Árnadóttur, Árni og Ása rita, Vestmannaeyjar 7. apríl 1942
    • Sendibréf til Sigríðar Árnadóttur, Elín Þorsteinsdóttir ritar, Vestmannaeyjar 3. ágúst 1941
  • örk 8:
    • Óprentuð minningarorð um Guðmund Kristjánsson og Sigríði Árnadóttur
    • Úrklippur og útfararprent um hjónin
  • örk 9:
    • Póstkort til Elínar Guðmundsdóttur, frá ömmu sinni Elín Briem
    • Sendibréf til Sigríðar Árnadóttur, Haukur ritar, Oddgeirshólum 8. febrúar 1931
    • Sendibréf til Sigríðar Árnadóttur, Elín móðir hennar ritar, Oddgeirshólum 12. nóvember 1941
    • Sendibréf til Sigríðar Árnadóttur, Elín móðir hennar ritar, Oddgeirshólum 3. júní 1941
    • Skeyti, Kiðjabergi 9. mars 1944
    • Sendibréf til Sigríðar Árnadóttur, Elín móðir hennar ritar [ódagsett]
    • Og fleiri bréf [ath. plast]

 

askja 3

  • Bók: Ísak 1936
  • Póesí bók til Kamillu S. Árnadóttur, Frá Guðrúnu Guðmundsdóttir 1912
  • Bók: Nöfn kennar og menda Laugarvatnsskóla veturinn 1930-1931
  • Vefnaðarbók, kennari: Kristjana Pétursdóttir, Ólöf Árnadóttir frá Oddgeirshólum, Laugum veturinn 142-43

 

askja 4

Dagbækur 1966-1976

 

askja 5

Kvittanir og vegabtéf

Dagbækur 1972-1988

 

askja 6

Fermingarkort og símskeyti í álöskju

 

askja 7

Söngur, ljóð og lög

 

askja 8

Hjónavígsluvottorð Sigríðar og Guðmundar

Póstkort

 

askja 9 (raðað í arkir eftir því sem var raðað í plastvasa við afhendingu)

  • örk 1: Yfirlitsskýrsla yfir fjárhag hins ómynduga Árna Árnasonar í Hörgsholti, sem jeg undiritaður er fjárhaldsmaður fyrir. 1890.
  • örk 2: Tvö umslög
  • örk 3: Hruna 30. júní 1900 „elskaði ástvinur minn!“, Elín Briem ritar
  • örk 4: 2. ágúst 1900
  • örk 5: 29. desember 1900
  • örk 6: 17. janúar 1901
  • örk 7: 18. febrúar 1901
  • örk 8: 3. mars 1901
  • örk 9: 20. mars 1901
  • örk 10: páskadag 1901
  • örk 11: 1. maí 1901
  • örk 12: 18. júní 1901
  • örk 13: Reykjavík 26. febrúar 1902
  • örk 14: Reykjavík, 4. mars 1902
  • örk 15: R 19. mars 1902
  • örk 16: R 26. mars 1902
  • örk 17: R 31. mars 1902
  • örk 18: R 12. apríl
  • örk 19: R 29. maí 1903
  • örk 20: ódagsett
  • örk 21: Sendibréf, til Elínar Briem, frá föður hennar [ódagsett]
  • örk 22: Sendibréf, til Elínar Briem, frá föður hennar, Hruni 19. febrúar 1902
  • örk 23: Sendibréf, frá Steina, til mömmu hans, Reykjavík 14. október 1931 og 27. nóvember 1931
  • örk 24: Sendibréf, til Elínar, Kjartan Ólafsson ritar, Stóra-Núpi 8. september 1948

Dánarorð:

  • örk 25: Sjera Steindór Briem í Hruna 55 ára Húskveðja, 1904
  • örk 26: Steindór 19. júní 1904 d. 1. apríl 1906
  • örk 27: Óli litli dáinn
  • örk 28: Sigríður Oddsdóttir 4. nóvember 1918
  • örk 29: Steindór Árnarson f. 1908 d. 1937
  • örk 30: Kveðjuorð, Árni frá Oddgeirsstöðum
  • örk 31: Sendibréf 4. desember 1933, til Elínar, Ingibjörg Jónsdóttir ritar
  • örk 32: Sendibréf, Halldór Gunnlaugsson ritar, Kiðjabreg 20. júlí 1957 [Kæra vinkona!]
  • örk 33: Sendibréf, Jóh. bróðir Elínar ritar, 5. ágúst 1937
  • örk 34: Sendibréf til Elínar, frá bróður, 13. desember 1957
  • örk 35: Sendibréf, Halldór Guðmundsson ritar [vantar upphaf og dagsetningu]
  • örk 36: Ljóð og kvæði
  • örk 37: Ljóð og kvæði

 

askja 10

Ljósmyndir [endurgerðar stafrænt júní 2025], 117 ljósmyndir alls.

Filmur [í umslagi]


Fyrst birt 11.07.2025

Til baka