Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.
KS 2021/5
Netið - samskiptanet kvenna
1986-2015
18 öskjur
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 2021/5. Netið - Samskiptanet kvenna. Einkaskjalasafn.
Netið - samskiptanet kvenna (st. 1986)
Eins og kemur fram í upplýsingum sem fylgdu afhendingu:
Ulla Magnússon og Vilborg Harðardóttir undirbjuggu stofnun NETsins. Á stofnfundinn mættu 48 konur sem þótti mikil þátttaka, segir það sína sögu um fjölda kvenna sem stýrði og stjórnaði fyrirtækjum landsins.
„Samtökin heita NETIÐ og eru fyrir konur sem vilja stuðla að áhrifum kvenna í atvinnulífinu og fyrir konur í rekstri og við stjórnunarstörf. Tilgangur samskiptanetsins er að opna vettvang fyrir konur í atvinnulífinu til að hittast og skiptast á skoðunum og gagnlegum upplýsingum, miðla af reynslu og styðja hver aðra. Samskiptanetið starfar annarsvegar sem heildarsamtök og skiptist hinsvegar í minni hópa eftir atvinnusviðum“
NETIÐ hefur starfað undir sömu merkjum óslitið frá upphafi. Fljótlega skiptust konur í tvo hópa. Stjórnendahóp og viðskiptahóp (konur í eigin rekstri). Mánaðarlegir fundir hópanna voru haldnir svo og sameiginlegir fundir með fyrirlesurum til að fræða og gleðja. Einnig voru vor- og haustferðir með fjölbreyttri dagskrá fræðslu og skemmtunar“.
Erla Bil Bjarnardóttir og Aðalheiður Héðins afhentu fyrir hönd samtakanna Samskiptanet kvenna fjölbreytt einkaskjalasafn félagsins.
Aðgengilegt til útláns á Íslandssafni:
· Réttindi og staða kvenna á Ísland. Skýrsla íslenskra stjórnvalda vegna fjórðu ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um málefni kvenna í Peking 1995. (Utanríkisráðuneytið, mars 1995)
· Gender equality in Iceland. National report to the fourth united nations world conference on women in Beijing 1995. (Utanríkisráðuneytið, mars 1995)
Raðað eftir möppum sem gögnin bárust í
Aðgangur er öllum heimill
Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd
Rakel Adolphsdóttir skráði
Skráningin byggir á ISAD(G) staðlinum
4. júlí 2025
askja 1
Upplýsingar um Netið sem fylgdu afhendingunni [USB lykill fylgdi líka en hann er gallaður, 4. júlí 2025]
askja 2
„Dagskrá Netsins frá upphafi – fyrstu 10 árin“
askja 3
„Dagskrá Netsins frá upphafi – önnur 10 árin“
askja 4
Fundagerðarbækur
askja 5
„ýmsar konur og fylgigögn stórfunda“
askja 6
Ýmis fróðleikur
askja 7
Starfsemi, ýmislegt
askja 8
Starfsemi, ýmislegt
askja 9
Starfsemi, ýmislegt
askja 10
Starfsemi, ýmislegt
askja 11
Bókhald ca. 2010-2015
askja 12
munir: límmiðar, geisladiskar, handskrifuð nafnspjöld o.fl.
B Ljósmyndir
askja 13
ljósmyndir, lausar
öskjur 14-18:
Ljósmyndaalbúm félagsins
Fyrst birt 11.07.2025