Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.
KSS 2019/8
Kvenfélagasamband Gullbringu- og Kjósarsýslu (st. 1937)
1989–2011
Sex öskjur
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 2019/8. Kvenfélagasamband Gullbringu- og Kjósarsýslu. Einaskjalasafn.
Kvenfélagasamband Gullbringu- og Kjósarsýslu var stofnað árið 1937 og voru stofnfélög fjögur: Kvenfélag Lágafellssóknar, stofnað 1910, Kvenfélagið Gefn, Garði, stofnað 1917, Kvenfélag Grindavíkur, stofnað 1923, og Kvenfélagið Fjóla, Vatnsleysuströnd, stofnað 1925. Sambandið gekk í Kvenfélagasamband Íslands þegar við stofnun. [Heimild: Sigríður Thorlacious, Margar hlýjar hendur, bls. 222–224]
Árið 2023 eru eftifarandi félög hluti af Kvenfélagasambandi Gullbringu- og Kjósarsýslu:
Kvenfélag Mosfellsbæjar (áður Kvenfélag Lágafellssóknar)
Kvenfélagið Gefn Garði
Kvenfélag Grindavíkur
Kvenfélagið Fjóla, Vogum
Kvenfélagið Hvöt, Sandgerði
Kvenfélag Keflavíkur
Kvenfélag Garðabæjar
Kvenfélagið Seltjörn
Kvenfélag Álftaness
Kvenfélag Kjósarhrepps
Úr fórum félagsins.
Edda Margrét Jensdóttir kom með viðbót við safn Kvenfélags Gullbringu- og Kjósarhrepps, sem er þegar á safnmarkinu KSS 21, á Þjóðarbókhlöðuna fyrir hönd félagsins þann 29. mars 2019.
Viðbóta er von frá félaginu og framhaldsafhending fer á sér safnmark eftir afhendingarári.
Safninu er raðað eftir hvernig það var afhent: Í öskju eitt eru gögn sem voru í plastvösum og innihald hvers plastvasa er í einni örk. Í öskjum tvö til sex eru í hverri öskju um sig gögn sem voru saman í gatamöppu.
Aðgangur er öllum heimill
Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd
Rakel Adolphsdóttir skráði árið 2023
askja 1
1989-1995
askja 2
1995-2004
askja 3
1996-1997
askja 4
1996-2000
askja 5
2001-2007
askja 6
2001-2007
Fyrst birt 02.07.2025