Í tilefni af Kvennaári höfum við á Landsbókasafni gert átak í að fjölga verkum kvenna á vef okkar bækur.is.
Nú er hægt að lesa þar bækur Torfhildar Hólm, Guðrúnar Lárusdóttur, Bjargar C. Þorlákssonar og Bríetar Bjarnhéðinsdóttur svo dæmi séu nefnd.
Þá er nú hægt að lesa skýrslu um Kvennaárið 1975 sem og skýrslu kvennaársnefndar (1977).
--
Tilvísun ljósmyndar: KSS 2025/18. Sigríður Árnadóttir og fjölskylda. Ljósmynd nr. 11.
Fleiri bækur kvenna munu rata á vefinn í náinni framtíð.