Í dag eru 110 ár frá því konur fengu kosningarétt til þingkosninga. Þann 19. júní 1915 undirritaði Kristján X. konungur lög um breytingu á stjórnarskrá Íslands sem m.a. færðu konum 40 ára og eldri kosningarétt til Alþingis.
Nánar um kosningarétt kvenna á heimasíðu okkar og þróun kosningaréttar almennt á Vísindavefnum.
--
Við sjáumst víðsvegar um bæinn í dag og kvöld, sjá nánar á heimasíðu Kvennaárs, en fulltrúi Kvennasögusafns á sæti í framkvæmdastjórn ársins.
Meðal fjölmargra viðburða eru:
--
„En hvaða ráð og hvaða meðul getum vjer konurnar notað, sem sjeu óbrigðul til þess : Svarið verður: Það er kosningarrjetturinn frá 19. júní 1915. Hann er eina vopnið sem dugir í allri framsókn.Með honum einum getum vjer komið umbótum á það, sem oss þykir aflaga fara, hvort sem það er í löggjöf og landsstjórn eða i bæja-, sveita- og hjeraðsmálum, eða í kirkju- og kenslumálum.Alstaðar er það bæði hin almennu, pólitísku rjettindi, og kosningarjettur og kjörgengi í öllum bæja-, sveita- og hjeraðsmálum, sem getur ráðið öllu, ef vjer að eins kunnum að nota hann með festu og samtökum.“
- Bríet Bjarnhéðinsdóttir í ræðu á frá svölum Alþingishússins þann 19. júní 1918