Kvennasögusafn óskar Hvítabandinu hjartanlega til hamingju með 130 ára afmælið í dag!
Í tilefni þessa merkilega afmælis hefur Kvennasögusafn myndað fyrstu fundargerðarbók félagsins sem og þær ljósmyndir sem fylgdu skjalasafni þess, sjá sérstaka undirsíðu.
Við varðveitum stolt þessar gersemar Hvítabandsins, og fleiri til. Rúmlega 80 samtök kvenna varðveita skjalasöfn sín hjá Kvennasögusafni, hafið gjarnan samband ef þið eruð með skjöl í ykkar fórum sem þið viljið gefa.