Kvennasögusafn Íslands
KSS 2021/19
Guðrún Jónasson og Gunnþórunn Halldórsdóttir
1923–1952
Í einni stórri öskju eru fimm arkir sem innihalda: eitt stórt heiðursskjal frá Félagi íslenzkra leikara til Gunnþórunnar 1952, tvö bréf frá Vesturheimi 1923–1924 til Guðrúnar og föður hennar Péturs, ein ljósmynd og orðsending til Gunnþórunnar Jónasdóttur sem og ættartala Guðrúnar.
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 2021/19. Guðrún Jónasson og Gunnþórunn Halldórsdóttir. Einkaskjalasafn.
Guðrún Jónasson (1877–1958), bæjarfulltrúi og verslunareigandi.
Gunnþórunn Halldórsdóttir (1872–1959), leikkona og verslunareigandi.
Guðrún: 8.2. 1877 að Felli í Biskupstungum, d. 5.10. 1958 í Reykjavík
Flutti ung til Vesturheims með foreldrum sínum en sneri til baka um aldamótin 1900. Stofnaði og rak vefnaðarvöruverslun með Gunnþórunni Halldórsdóttur að Amtmannsstíg 5 og 5a í Reykjavík. Guðrún var félagi í Góðtemplarareglunni, formaður kvennadeildar Slysavarnarfélags Íslands frá stofnun 1930 til dauðadags, formaður Sjálfstæðiskvennafélagsins Hvatar frá stofnun 1937-1955. Þá var hún lengi formaður fjáröflunarnefndar Kvennaheimilisins Hallveigarstaðir. Guðrún var fulltrúi í bæjarstjórn Reykjavíkur 1928-1946. (Heimild: Morgunblaðið 14. október 1958, bls. 8 og 21. október 1958 bls. 2)
Gunnþórunn: Fædd 9. janúar 1872. Lést 15. febrúar 1959. Leikkona og meðal stofnanda Leikfélags Reykjavíkur 1897. Hún rak vefnaðarvöruverslun á Amtmannsstíg ásamt Guðrúnu Jónasson (1877–1958). Gunnþórunn var kjörin heiðursfélagi Leikfélags Reykjavíkur 1938 og var sæmd stórriddarakrossi fálkaorðunnar (Heimild: Morgunblaðið 24. febrúar 1959, bls. 12).
Úr fórum Gunnþórunnar Jónasdóttur (1946–2008). Gunnþórunn var dóttir Ástu Guðrúnar Pjetursdóttur (1919–2006) sem Guðrún Jónasson og Gunnþórunn Halldórsdóttur ólu upp.
Einar S. Ingólfsson (f. 1946) afhenti gögnin á skrifstofu Kvennasögusafns 14. og 15. september 2021. Hann var kvæntur Gunnþórunni Jónasdóttur.
Í einni stórri öskju eru fimm arkir sem innihalda: eitt stórt heiðursskjal frá Félagi íslenzkra leikara til Gunnþórunnar 1952, tvö bréf frá Vesturheimi 1923–1924 til Guðrúnar og föður hennar Péturs, ein ljósmynd og orðsending til Gunnþórunnar Jónasdóttur sem og ættartala Guðrúnar.
Einnig er þar að finna USB lykil með stafrænni endurgerð af heimilismyndbandi sem sýnir Guðrúnu og Gunnþórunni með niðjum sínum, myndbandið er líka til afritað á varðveisludrifi Kvennasögusafns.
Ekki er von á frekari viðbótum og ekki er talið að fleiri gögn sem hafa tengst þeim Guðrúnu og Gunnþórunni hafi varðveist, nema mögulega bréf sem þær hafa skrifað öðrum. Leit stendur yfir og öllum viðbótum sem kunna að berast verður fagnað.
Gögnum var raðað í ca. tíma og efnisröð en ekki í skjalaflokka vegna smæðar safnsins
Aðgangur er öllum heimill
Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd
Íslenska
Óvíst er hvar frumgerð ættartölunnar er varðveitt.
Frumgerð myndbandsins er á Kvikmyndasafni Íslands.
Kvennasögusafn Íslands:
KSS 77. Guðrún Jónasson. Einkaskjalasafn.
KSS 78. Gunnþórunn Halldórsdóttir. Einkaskjalasafn.
Kvikmyndasafn Íslands:
Heimilismyndband afkomenda Guðrúnar og Gunnþórunnar.
Rakel Adolphsdóttir skráði
Skráningin byggir á ISAD(G) staðlinum
15. september 2021
askja 1
Fyrst birt 15.09.2021