Kvennasögusafn Íslands
KSS 168
Halldóra Bjarnadóttir
1927–1968
Ein askja
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 168. Halldóra Bjarnadóttir.
Halldóra Bjarnadóttir (1873–1981), heimilisiðnaðarráðunautur og ritstjóri.
Halldóra Bjarnadóttir fæddist 14. október 1873 að Ási í Vatnsdal. Hún ólst þar upp þar til móðir hennar skildi við manninn sinn og þær mæðgur fluttu til Reykjavíkur. Halldóra var heimiliskennari þar til hún hélt til Noregs árið 1896 og lauk kennaraprófi þremur árum síðar. Eftir það flutti hún til Íslands og kenndi við Barnaskólann í Reykjavík en þegar henni var neitað um fasta stöðu þar flutti hún Noregs þar sem hún fékk fasta stöðu. Hún var síðar skipuð skólastjóri Barnaskólans á Akureyri og var í þeirri stöðu frá 1908–1918. Hún flutti aftur til Reykjavíkur árið 1922 og gerðist handavinnukennar við Kennaraskólann.
Halldóra átti þátt í stofnun Sambands norðlenskra kvenna árið 1914 og var fyrsti formaður þess. Hún var ritstjóri Hlínar sem sambandið gaf út frá 1917. Þá stofnaði hún Heimilisiðnaðarfélag Íslands ásamt fleirum árið 1913 og starfaði sem heimilisiðnaðarráðunautur í mörg ár. Í starfi sínu ferðaðist hún landið og hvatti konur til að stofna kvenfélög.
Halldóra var kosin í bæjarstjórn Akureyrar árið 1921 ásamt því að sitja á lista Kvennalistans í Alþingiskoningunum árið 1922 en Ingibjörg H. Bjarnason náði ein kjöri. Halldóra var sæmd riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu 1931 og stórriddarakrossi sömu orðu 1971. Hún lést árið 1981 á Blönduósi.
Heimildir: Ártöl og áfangar í sögu íslenskra kvenna, bls. 18 og Nanna Ólafsdóttir, „Halldóra Bjarnadóttir heimilisiðnaðarráðunautur“ Árbók Landsbókasafns Íslands 1990, bls. 35-55. Sjá einnig ævisögu um Halldóra Bjarnadóttur sem Vilhjálmur S. Vilhjálmsson skrásetti 1960.
Skjalasafnið barst um hendur sjö mismunandi aðila á sjö mismunandi tímum.
Úr afhendingabókum Kvennasögusafns:
Auk þess er eitt bréf frá Halldóru til Önnu Sigurðardóttur og Skúla Þorsteinssonar og svo annað bréf til síra Pjeturs Magnússonar frá Halldóru Bjarnadóttur sem er óvíst hvernig rataði til Kvennasögusafns.
Safnið er skipulagt eftir afhendingum.
Allt safnið hafði verið varðeitt saman áður en það var sett á sérsafnmark fyrir utan ljósmyndina sem var í annarri öskju.
Aðgangur er öllum heimill
Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd
Íslenska
Kvennasögusafn:
KSS 4. Anna Sigurðardóttir.[Kort 1956-1970, bréf 1956-1976]
KSS 50. Samband sunnlenskra kvenna.[41 bréf 1928-1955]
KSS 60. Sigríður Thorlacious. [1 bréf]
KSS 72. Lára Sigurbjörnsdóttir.[1 bréf 1972]
KSS 109. Samband breiðfirskra kvenna.[Bréf]
KSS 2018/18. Elín Briem.[1 bréf 1928]
Handritasafn:
Lbs 748 NF. Halldóra Bjarnadóttir. (bréfa- og handritasafn)
Lbs. 5082, 4to – 5102, 4to
Bréfasafn hennar er einnig varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Blönduósi. Bréf frá Halldóru til Ragnheiðar O. Björnsdóttur eru í vörslu Amtbókasafnsins á Akureyri. Einnig er ýmislegt úr fórum hennar á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.
Rakel Adolphsdóttir setti á sérstakt safnmark og tók saman lýsandi samantekt í febrúar 2021.
Skráningin byggir á ISAD(G) staðlinum
10. febrúar 2021
askja 1
Fyrst birt 10.02.2021