Skjalasöfn einstaklinga

Helga Sigurjónsdóttir (1936–2011). KSS 2018/15.


Lýsandi samantekt

  • Varðveislustaður:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

  • Safnmark:

    KSS 2018/15

  • Titill:

    Helga Sigurjónsdóttir

  • Tímabil:

    1916–1997

  • Umfang:

    12 öskjur

  • Tilvitnun:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 2018/15. Helga Sigurjónsdóttir. Einkaskjalasafn.

Samhengi

  • Nöfn skjalamyndara:

    Helga Sigurjónsdóttir (1936–2011), kennari og blaðamaður

  • Lífshlaup og æviatriði:

    Helga fæddist þann 13. september 1936 í Vatnsholti í Flóa í Árnessýslu. Hún lauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um í Reykja­vík árið 1956 og hlaut kenn­ara­próf frá Kenn­ara­skóla Íslands ári síðar. Árið 1979 lauk hún BA-prófi í ís­lensku og sál­fræði við Há­skóla Íslands. Þar að auki stundaði hún nám við Há­skól­ann í Gauta­borg árin 1980-1981 og meist­ara­nám í mál­fræði við HÍ 1992-1993. Blaðamaður á Þjóðviljanum um tíma. Helga var ein af stofnendum Rauðsokkahreyfingarinnar. Bæjarfulltrúi fyrir Alþýðubandalagið í Kópavogi 1974–1978 og svo fyrir Kvennalistann 1994–1995 og utan flokka 1995–1998.

    Eiginmaður Helgu var Þórir Gíslason tannlæknir og börn þeirra þrjú: Brynjólfur, Herdís og Gísli Friðrik.

    Heimild: Morgunblaðið, 8. janúar 2011

  • Varðveislusaga:

    Úr dánarbúi Helgu. Börnin hennar sendu Gerði G. Óskarsdóttur skjölin.

  • Um afhendingu:

    Afhent 14. ágúst 2018 af Gerði G. Óskarsdóttur. Sótt á heimili hennar.

Innihald og uppbygging

  • Grisjun:

    Fjöldi bóka og tímarita var ráðstafað innan Þjóðarbókhlöðunnar eða grisjað. Hafið samband við Kvennasögusafn til að fá nákvæman lista.

  • Viðbætur:

    Viðbóta er ekki von

  • Frágangur og skipulag:

    Safninu er skipt í skjalaflokka og undirskjalaflokka eftir þemum sem voru við afhendingu. Hver örk er númeruð frá einum innan hvers undirskjalaflokks, eða skjalaflokks ef honum er ekki skipt í undirskjalaflokka. Vegna eðli skjalasafnsins skarast skjalaflokkar A, B og C að einhverju leiti. Flokkarnir eru eftirfarandi:

    A Rauðsokkahreyfingin (öskjur 1-3)

    B Kvennalistinn (öskjur 4-5) – þarf að bæta við

    C Kvennasaga (öskjur 6–9)

    D Ljósmyndir og barmmerki (askja 10)

    E Úrklippur (askja 11)

    F Prentað efni (askja 12)

Um aðgengi og not

  • Um aðgengi og not:

    Aðgangur er öllum heimill

  • Skilyrði er stjórna endurgerð:

    Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

  • Tungumál:

    Íslenska, sænska og enska

Tengt efni

  • Tengt efni:

    KSS 4. Anna Sigurðardóttir.

    KSS 10. Kvennaframboð.

    KSS 11. Kvennalistinn.

    KSS 63. Rauðsokkahreyfingin.

  • Not:

    Eitthvað gæti hafa verið notað í bók Helgu Sigurjónsdóttur Í nafni jafnréttis (1988)

Um lýsinguna

  • Athugasemdir skjalavarðar:

    Rakel Adolphsdóttir flokkaði og skráði. 

  • Reglur eða aðferð:

    Skráningin er byggð á ISAD(G) staðlinum.

  • Dagsetning lýsingar:

    14. desember 2020


Skjalaskrá

askja 1

A. Rauðsokkahreyfingin

A1. Starfsemi

  • örk 1: Tillaga að stefnuskrá og handskrifuð glósa
  • örk 2: Um starfsemina frá 27. október [líklega eftir skógarráðstefnuna]
  • örk 3: Um sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama 1977, m.a. bréf og dreifirit
  • örk 4: Um ráðningu skólastjóra á Akureyri 1974
  • örk 5: Töflur um menntun
  • örk 6: Um dagvistunarmál, m.a. dasgkrá ráðstefnu 23. febrúar, fréttatilkynning, bréf, úrklippur
  • örk 7: Um Staglið og starfshóp þess
  • örk 8: Nafnalistar og símanúmer [þrír mismunandi listar]
  • örk 9: ósamstæð gögn, m.a. bréf til fjármálaráðherra 3. febrúar 1974, bréf til aðildafélaga A.S.Í. 18. september 1976

 

askja 2

A2. Þing og ráðstefnur

  • örk 1: Ráðstefnan Skógum 15.-17. júní 1974, m.a. dagskrá, stefnyfirlýsing, samþykktir, skipulag, form, starfshópar
  • örk 2: Ráðstefna Lindarbæ 26. janúar 1975, dagskrá og álit
  • örk 3: Álitsgerð að lokinni ráðstefnu um kjör kvenna til sjávar og sveit haldin í Neskaupstað 26. apríl 1975
  • örk 4: Neskaupsstaðir námsflokkar apríl 1975, m.a. vélrituð erindi Helgu
  • örk 5: ASÍ BSRB ráðstefna í Munaðarnesi september 1975, m.a. niðurstöður starfshópa, dagskrá, handskrifaðar glósur, útdráttur úr erindi Helgu, stefnuskrá Kvennasögsusafns
  • örk 6: Kvennaár, m.a. tillögur Rauðsokkahreyfingarinnar um árið, bréf til félagsmálaráðherra um jafnréttisskýrslu 6. janúar 1975, dreifirit um kvennafrí, ráðstefnugögn, niðurstöður starfshópa
  • örk 7: Ráðstefna um kjör láglaunakvenna 16. maí 1976; dagskrá, starfshópar og úrklippa Þjóðviljinn 19. maí 1976 bls. 6
  • örk 8: II þing rauðsokka tillögur um grundvöll, skipulag og verkefni framundan

 

askja 3

A3. Einstök erindi

  • örk 1: Umræðufundur að húsmæðraskólanum Varmalandi, Borgarfirði, 20. febrúar 1972
  • örk 2: Tvö erindi, óvíst við hvaða tilefni
  • örk 3: Erindi flutt á fundi A.B. í Kóp. 11. mars 1975
  • örk 4: Svar við grein 1976
  • örk 5: Erindi um barnaheimilsmál [ódagsett], leikþættir á sænsku og íslensku,

 

A4. Tengd starfsemi

  • örk 1: Lög annarra félaga: Keðjan 1956 og Ljósmæðrafélagið 1969
  • örk 2: Jafnréttisráð um stofnun 1976
  • örk 3: Kvenréttindafélag Íslands (KRFÍ) skattamál 1977
  • örk 4: Jafnréttisnefnd, m.a. erindi um skoðunakönnun, handskrifaðar hugmyndir af starfi, fréttatilkynning o.fl.
  • örk 5: Mannkynssöguritgerð Helgi, september 1974
  • örk 6: Sögulegir textar; íslenskar alþýðukonur á 18. og 19. öld og úr Íslandssögu
  • örk 7: Gögn frá Kvennasögusafni, m.a. Ártöl og áfangar eftir Önnu Sigurðardóttur, listi yfir efni frá Rauðsokkahreyfingunni á Kvennasögusafni [ódagsett en eftir 1992], erindi Önnu Sigurðardóttur um menntun og skólagöngu íslenskra kvenna 1970
  • örk 8: Ýmislegt efni á norrænum tungumálum, líklega frá sumarskólum á 8. áratugnum
  • örk 9: ýmis lög og reglugerður frá Alþingi

 

B. Kvennalistinn

askja 4

B1. Almennt starf

  • örk 1: Til Kvennalistans, um Kvennaskóla 1991
  • örk 2: Þingskjal 8., Jafnrétti – Konur og atvinnulíf, skýrsla ASÍ 1992
  • örk 3: Kvennalistinn landsfundur 1993
  • örk 4: Norrænt samstarf 1994, bréf [4 blöð, sænska]
  • örk 5: Framat tjejer, erindi janúar 1994 [sænska]
  • örk 6: Nordisk forum, fréttabréf og eitt kort, 1993-1994 [3 blöð, sænska]
  • örk 7: Kvinnelisten i Island: En strategi i kvinnekampen, av Sigthrudur Helga Sigurbjararnardottir [28 blöð, sænska]

 

B2. Ýmislegt

  • örk 1: Ræða 8. mars 1990
  • örk 2: Stefnuskrá Kópavogi 1990
  • örk 3: Kvennalistakonur í Kópavogi, nokkur plögg, nóvember 1993
  • örk 4: Fréttabréf Kvenréttindafélags Íslands (KRFÍ), nóvember 1993
  • örk 5: Vefarinn 1. tbl. 1. árg., október 1993 – gefið út af Köngulóin tengslanet kvenna
  • örk 6: Bréf til Maríu Jóhönnu Lárusdóttir, Kópavogur 23. desember 1997

 

B3. Kópavogur 1994

  • örk 1: Kosningabarátta, var fest saman í möppu [4 blöð]
  • örk 2: Bréf frá uppstillinganefnd, 8. mars
  • örk 3: Bréf, framboð Kvennalista Kópavogs, 4. júlí
  • örk 4: Kosningabaráttan í Kópavogi vorið 1994, skýrsla
  • örk 5: Kosningafundur, útvarp og umræður, maí
  • örk 6: Kosningasjóður Kvennalistans, nokkur plögg
  • örk 7: „Áfram stelpur“, kosningabarátta, 12. mars 1994
  • örk 8: Ábending til DV vegna kosninganna 28. maí 1994
  • örk 9: Ræða vegna kosninga, 5. maí 1994
  • örk 10: „Kópavogur – mesti karlrembubær landsins.“, grein
  • örk 11: „Kvennalisti – til hvers?“, ræða eða grein
  • örk 12: „Kvennaframboð – tímaskekkja eða nauðsyn?“, ræða eða grein
  • örk 13: „Konur í Kópavogi – sterkar og frjálsar“, ræða eða grein
  • örk 14: „Kvenfrelsi til farsældar“, stutt grein
  • örk 15: Kynning á stefnumálum Kvennalistans, opið hús, 23. apríl 1994
  • örk 16: Kosningamarkmið
  • örk 17: Frá uppstillinganefnd, ódagsett
  • örk 18: Límmiðar, nafnalistar
  • örk 19: Dreifirit vegna kosninga, tvö mismunandi
  • örk 20: Kvennalistann í bæjarstjórn, dreifirit
  • örk 21: Stefnuskrá 1994
  • örk 22: Félagsfundur, bréf 23. janúar 1994
  • örk 23: Eitt stakt blað
  • örk 24: Fyrirspurnir á bæjarstjórnarfundi, 28. júní
  • örk 25: Breytingar á lögum um sveitarstjórn, tillögur, 11. október

 

askja 5

B4 Kópavogur 1995

  • örk 1: Bæjarmál Kópavogs og bréf um úrsögn nóvember 1994 – febrúar 1995 [var saman í möppu]
  • örk 2: „Greinargerð um úrsögn Helgu Sigurjónsdóttur, bæjarfulltrúa í Kópavogi, úr Samtökum um Kvennalista“, til Kvennalistans 20. mars 1995
  • örk 3: Bókun og greinargerð um úrsögn Helgu 28. mars 1995
  • örk 4: Tvö bréf frá umboðsmanni Alþingis, 20. mars 1995 og 19. apríl 1995
  • örk 5: Símskeyti til Helgu frá Eyjólfi Magnússyni, 23. mars 1995
  • örk 6: „Hver er siðlaus?“ Drög að grein
  • örk 7: Úrklippur
  • örk 8: Dreifirit Kvennalistans
  • örk 9: Fréttabréf frá Reykjanesanga, ljósrit
  • örk 10: Fundarboð Kvennalistans, Reykjaneskjördæmi 1995

 

B5 Ýmislegt

  • örk 1: Skólinn og þjóðfélagið, efni í umræðu um skólamál á vegum Alþýðubandalagsins [ódagsett]
  • örk 2: Fundur 28. júlí 1981 Kvennaframboðið, ljósrituð fundargerð [18 blaðsíður]
  • örk 3: Konur gegn klámi [ýmis skjöl á íslensku]
  • örk 4: Nej til pornography [ýmis skjöl á sænsku]
  • örk 5: „Eru konur ógn við „lýðræðið““, Konur-sláum hring um landið dreifirit, ræða „að rækta garðinn sinn / veistu ef þú vin átt“
  • örk 6: Um rauðsokkahreyfinguna
  • örk 7: Um erindi í Hlaðvarpanum um rauðsokkahreyfinguna 29. apríl 1989
  • örk 8: NOK- kontakter, Berit As
  • örk 9: Kvennalistinn skjöl frá 1990
  • örk 10: Kvennalistinn í Kópavogi uppstillingarnefnd 1990
  • örk 11: Fundargerð opins fundar Kvennalistans í Kópavogi 1990

 

C Kvennasaga

askja 6

C1. Kennsla

  • örk 1. Tilkynningar um ýmis kvennasögusnámskeið
  • örk 2: Helgarnámskeið í kvennasögu 1983
  • örk 3: Kvennasöguspurningar 1983
  • örk 4: Ársverk og kynjaskipting 1984-1985
  • örk 5: MK Kvennasaga 1987-1988
  • örk 6: Femínísk skólastefna [ódagsett]
  • örk 7: Nafnalistar [líklega þátttakendur á námskeiðum]
  • örk 8: Vinnuráðstefna fræðimanna

 

askja 7

C2. Skrif

  • örk 1: 7 konur í 20 ár 25. maí 1984
  • örk 2: Erindi flutt í Kvennahúsinu 16. febrúar 1985
  • örk 3: Erindi flutt á ráðstefnu Kvennalistans í júní 1985
  • örk 4: Erindi flutt á ráðstefnu um Kvennarannsóknir ág/sept. 1985
  • örk 5: Klám er ofbeldi 16. júlí 1986
  • örk 6: Útvarpserindi um Rauðsokkahreyfingun 9. nóvember 1987
  • örk 7: Erindi á Nordisk Forum 1988
  • örk 8: Um ritun sögu Rauðsokkahreyfingarinnar 1988-1992
  • örk 9: Um erindi 1989
  • örk 10: Gyðjur og mæður 1990
  • örk 11: Um Rauðsokkahreyfinguna erindi og fréttatilkynning 1990
  • örk 12: Hvað er klám? 6. mars 1990
  • örk 13: Ræða um Kvennalistann 1991
  • örk 14: Barátta borgar sig 1991
  • örk 15: Rannsóknastofa í Kvennafræðum, gagnagrunnur 1991-1993
  • örk 16: Hvað er kvennapólitík, handskrifað og úrklippur [ódagsett]
  • örk 17: Glósur um bók [ódagsett]
  • örk 18: Kvennahreyfing á krossgötum [ódagsett]
  • örk 19: Um Kvennalistann [ódagsett]
  • örk 20: Sigþrúður bréf um Kvennalistann [ódagsett]

 

askja 8

  • örk 21: Staða íslenskra kvenna eftir 15 ára jafnréttisbaráttu
  • örk 22: Rauðsokkahreyfingin [prentað, óheilt, ódagsett]
  • örk 23: Uppskrift að viðtali við Helgu [ódagsett]
  • örk 24: Skrif á sænsku [ódagsett]
  • örk 25: Retninger og ideologie indenfor de islandske kvindebevægelse [prentað, danska, ódagsett]
  • örk 26: Myten om de stærke kvinder paa Island [ódagsett]
  • örk 27: Goðsagan um sterku konurnar á Íslandi [ódagsett]
  • örk 28: Sósíalismi – femínismi
  • örk 29: Orð var hold [ódagsett]
  • örk 30: Erindi [ódagsett]
  • örk 31: Erindi eða drög að ritgerð [ódagsett]
  • örk 32: Ritgerð skólaráðgjöf [ódagsett]
  • örk 33: Rauðsokkahreyfingin á Íslandi, óprentuð ritgerð [ódagsett]
  • örk 34: Mæðrasamfélög, ritgerð [ódagsett]
  • örk 35: Fyrirlestraraðir Helgu 1989 og um Hlaðgerði
  • örk 36: Osló ráðstefna, boð, 1996
  • örk 37: Um Kvennamenningu, flutt á Egilsstöðum 12. mars 1983
  • örk 38: Feðraveldi og kjör kvenna, flutt á kvennaráðstefnu í Gerðubergi 22. október 1983

 

askja 9

C3. Norðurlanda

  • örk 1: Lesefni um kvennasögu á sænsku
  • örk 2: Lesefni um kvennasögu á sænsku frh.

 

askja 10

D. Ljósmyndir og barmmerki

  • örk 1: Tíu ljósmyndir, mjög gular upplitaðar, af fólki og börnum á skíðum o.fl.
  • örk 2: Þrjár ljósmyndir, framboðsmyndir frá Kópavogi
  • örk 3: Ein ljósmynd af börnum tekin á Akranesi
  • örk 4: Ein ljósmynd, texti aftan á: „Að Brekkustíg 4A 8.12.1988 útgáfudegi kiljunnar Í nafni jafnréttis, greinasafns Helgu Sigurjónsdóttur hér í miðið, t.v. Gerður G. Óskarsdóttir og t.h. Helga Ólafsdóttir en þær tóku við fyrstu eintökum bókarinnar. Ljósmynd: Jóhannes Long“
  • örk 5: Tvær ljósmyndir af afhendingu skjalasafns Rauðsokkahreyfingarinnr til Kvennasögusafns Íslands sem fór fram í Norræna húsinu 1992. Póstkort með kveðju frá Björgu Einarsdóttur og Gerði G. Óskarsdóttur.
  • örk 6 [umslag]: Barmmerki, merki rauðsokkahreyfingarinnar

 

askja 11

E. Úrklippur

  • örk 1: Húsnæði rauðsokka úrklippur
  • örk 2: Rauðsokkahreyfingin
  • örk 3: Rauðsokkahreyfingin, kvennasaga, barnakennsla o.fl.
  • örk 4: Konur og ofbeldi Morgunblaðið 8. mars 1991
  • örk 5: Um úrsögn Helgu frá Kvennalistanum 1995, auk þess er blað frá Helgu um málið [efnið var saman við afhendingu]
  • örk 6: Kvennasaga o.fl.
  • örk 7: Um Sibil Kamban Biberman o.fl.
  • örk 8: Ýmislegt, einnig útprent af tímaritsgreinum
  • örk 9: Útprent af tímaritsgreinum úr Veru o.fl.
  • örk 10: Ýmislegt úr Veru og tengt Kvennalistanum

 

askja 12

F. Prentað efni

  • örk 1: Skólasöngvar Sigfús Einarsson bjó undir til prentunar 1916. Hátíðisdagur kvenna 19. júní 1916.
  • örk 2: Syngjandi sokkar Reykjavík 1978. Stjórnmál og kvennabarátta, Þetta viljum við, Konur í Alþýðubandalaginu 1985. Stjórnmá og kvennabarátta dreifirit Alþýðubandalagsins 1985
  • örk 3: Kvennalistinn í bæjarstjórn dreifirit. Stefnuskrá Kvennalistans í Kópavogi 1994. Kraftmiklar konur fyrir Kópavog póstkort. Kvennapósturinn í Kópavogi dagskrá. Vogin fréttabréf jafnréttisráðs 7. árg. 2. tbl. 1989.
  • örk 4: Alexandra Kollontay, Den Nya Moralen, þýtt yfir á sænsku 1979. [ATH. þessi bók er varðveitt þar sem mikið hefur verið glósað í hana og skrifað.]
  • örk 5: Books by and about women. University of Nebraska. 1989.

Fyrst birt 14.12.2020

Til baka