Skjalasöfn í stafrófsröð

Gammadeild Delta Kappa Gamma (st. 1977). KSS 84.


Lýsandi samantekt

 • Varðveislustaður:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

 • Safnmark:

  KSS 84

 • Titill:

  Gammadeild Delta Kappa Gamma

 • Tímabil:

  1977–2004

 • Umfang:

  Níu öskjur

 • Tilvitnun:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 84. Gammadeild Delta Kappa Gamma. Einkaskjalasafn

Samhengi

 • Nöfn skjalamyndara:

  Gammadeild Delta Kappa Gamma (st. 1977)

 • Lífshlaup og æviatriði:

  Gammadeild var stofnuð í Reykjavík, 5. júní 1977 og er þriðja deildin sem stofnuð var á Íslandi. Stofnendur deildarinnar voru 16 talsins og var fyrsti formaður Pálína Jónsdóttir. Gammakonur koma  úr ýmsum og ólíkum störfum í þjóðfélaginu og láta sig varða margvísleg mál á sviði menningar og menntamála. Átta til níu fundir eru haldnir á ári hverju, en auk þess eru Gammakonur duglegar að sækja landssambands- og vorþing samtakanna sem og alþjóða- og Evrópuþingin. Af vef DKG: https://www.dkg.is/gamma

 • Varðveislusaga:

  Gögnin voru í varðveislu Ingibjargar Jónasdóttur

 • Um afhendingu:

  Ingibjörg Jónasdóttir afhenti Kvennasögusafni gögnin þann 3. desember 2009.

Innihald og uppbygging

 • Umfang og innihald:

  Safnið hefur að geyma fundargerðir, bréf og önnur skjöl sem tilheyra Gammadeild samtakanna Delta Kappa Gamma á Íslandi og eru frá árunum 1977-2004.

 • Viðbætur:

  Gert er ráð fyrir viðbótum

Um aðgengi og not

 • Um aðgengi og not:

  Aðgangur er öllum heimill

 • Skilyrði er stjórna endurgerð:

  Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

 • Tungumál:

  Íslenska

Tengt efni

 • Tengt efni:

  KSS 68. Delta Kappa Gamma. Einkaskjalasafn.

  KSS 69. Delta Kappa Gamma. Einkaskjalasafn.

  KSS 2019/12. Bryndís Steinþórsdóttir. Einkaskjalasafn.

Um lýsinguna

 • Athugasemdir skjalavarðar:

  Skjölin komu í möppum þar sem haldið var utanum starfsemina eftir árum. Auður Styrkársdóttir fínraðaði. Hún skrifaði einnig lýsingu í janúar 2009 og setti á safnmark KSS.

 • Dagsetning lýsingar:

  janúar 2009


Skjalaskrá

Askja 1: Fundagerðir 13. júní 1977-2. júní 1992

Askja 2: Fundagerðir 14. sept. 1992-6. febr. 2004

Askja 3: Bréf, meðlimaskrá,fréttatilkynningar o.fl. innlent, 1978-1992

Askja 4: Bréf, meðlimaskrár, fréttatilkynningar ofl. innlent, 1992-2004

Askja 5: Erlend samskipti

Askja 6: Erlend samskipti

Askja 7: Ráðstefna bandarísku samtakanna 2001

Askja 8: Framkvæmdaráð og landssambandið 1999-2003. – Framkvæmdaráð 2003-2005. – Framkvæmdaráð 2005-2007. – Landssambandsþing 2005. – Landssambandsþing 2007; 30 ára afmæli. – Inntaka nýrra félaga (ritúalið). – Lög landssambands og deilda, reglugerð. – 20 ára afmæli samtakanna á Íslandi: Framkvæmdaáætlun 1995-1997 og skýrsla forseta í sept. 1996.

Askja 9: Fundargerðir framkvæmdaráðs 2003-2005. – Landssambandsþing 2005. – Frá deildum o.fl.


Fyrst birt 05.08.2020

Til baka