Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.
KSS 2025/2
Ingibjörg Guðlaugsdóttir
1911-1947
Lítill kistil sem tilheyrði Ingibjörgu Guðlaugsdóttur (1887-1971) vinnukonu. Í kistlinum var bréf frá Ragnhildi Guðmundsdóttur móður hennar ásamt ljósmynd af henni, önnur ljósmynd af ónafngreindu barni, leyfisblað fyrir lausamennskju 1918 og gleraugu Ingibjargar.
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 2025/2. Ingibjörg Guðlaugsdóttir. Einkaskjalasafn.
Ingibjörg Guðlaugsdóttir (1887-1971), vinnukona
Upplýsingar fylgdu afhendingu:
„Ingibjörg var fædd árið 1887 að Sogni í Kjósarhreppi. Foreldrar hennar voru Guðlaugur Jakobsson og Ragnhildur Guðmundsdóttir (1855-1944). Guðlaugur og Ragnhildur einguðust alls 11 börn, 10 þeirra komust á legg: Margrét (182-1954), Jakob (f. 1885), Guðmundur (f. 1886), Ingibjörg f. 1887, Guðbjörg 1890-1958, Sesselja 1891-1954, Gróa 1892, Valdimar 1894, Ólafur R 1895-1918, Guðný 1896.
Ingibjörg var vinnukona á Bæ í Kjós, hún er titluð verkakona en síðar vinnukona og þjónustustúlka í pappírum eftir að hún kom á Blönduós.
Amma gefanda, Guðbjörg Guðmundsdóttir Kolka, var frænka Ingibjargar, þær voru systkinabörn, og eftir fæðingu sonar hennar bað hún Ingibjörgu að koma í vist til sín, en hún bjó þá í Reykjavík. Til þess þurfti Ingibjörg leyfi frá sýslumanni. Ingibjörg flutti með ömmu minni og manni hennar Páli V.G. Kolka til Vestmannaeyja árið 1920 og síðan með þeim á Blönduós 12 árum seinna. Hún sá um ýmislegt í heimilishalidnu, m.a. alla þvotta og ræstingar á heimilinu og apótekinu. En auk þess hjálpaði híun afa mínum á skurðstofunni, hún svæfði alla sjúklinga sem fóru í aðgerðir hjá honum á spítalanum, m.a. undirritaða. Aldrei hlaut hún þó titilinn svæfingalæknir eða neitt í þá átt.“
[…]
Ingibjörg var góð saumakona, suamaðu og prjónaði föt og orkeraði fegurstu blúndur og milliverk. Einnig hafði hún góða söngrödd og kunni ótal af textum.
Ingibjörg lést í desember 1971 og var jarðsett að Reynivöllum í Kjós.“
Margrét Kolka Haraldsdóttir (f. 1948) kom færandi hendi á Kvennasögusafn fyrir hönd Baldurs Inga Ísberg en sá síðarnefndi hafði erft lítinn kistil sem tilheyrði Ingibjörgu Guðlaugsdóttur (1887-1971) vinnukonu. Í kistlinum var bréf frá Ragnhildi Guðmundsdóttur móður hennar ásamt ljósmynd af henni, önnur ljósmynd af ónafngreindu barni, leyfisblað fyrir lausamennskju og gleraugu Ingibjargar. Ingibjörg þessi var frænka ömmu Margrétar Kolku og með afhendingunni fylgdu upplýsingar um Ingibjörgu. Skjalasafnið smáa verður í opnum aðgangi að beiðni gefanda.
Aðgangur er öllum heimill
Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd
Íslenska
Rakel Adolphsdóttir skráði
10. júlí 2025
askja 1
Kistill og gleraugu
askja 2
örk 1: Upplýsingar um Ingibjörgu sem fylgdu afhendingu, Ræða Halldóru Kolka Ísberg frá Kolkaættarmóti að Hólum í Hjaltadal júní 1995
örk 2:
Innihald kistils:
Fyrst birt 10.07.2025