Félagið var stofnað í Reykjavík 17. apríl 1895 og hefur starfað óslitið síðan. Félagið var líknarfélag. Ólafía Jóhannsdóttir og Þorbjörg Sveinsdóttir voru hvatakonur að stofnun þess og var Ólafía formaður fyrstu fimm árin en Þorbjörg eftir það til æviloka hennar 1903. Félagskonur réttu fátæklingum hjálparhönd, en stærsta verkefni þess var bygging spítala á Skólavörðustíg árið 1933 er það gaf bænum árið 1942. Einkunnarorð félagsins eru: „Fyrir Guð, heimilið og þjóðina.“
Skjalasafn félagsins er varðveitt á Kvennasögusafni.
Fyrsta fundargerðabók félagsins hefur verið gerð aðgengileg stafrænt, hér er hægt að lesa hana.
Eins hafa 75 ljósmyndir félagsins verið endurgerðar stafrænt, hér er hluti þeirra.
5 images
Nánar: