Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum

Afgreiðslutími

Kvennasögusafn er opið alla virka daga frá kl. 10:00 til 15:00.

Vinsamlegast hafið samband ef áhugi er á að heimsækja safnið utan auglýsts opnunartíma.

» Forsíða » Kvennasaga » 8. mars » Uppruni 8. mars

Uppruni 8. mars

Vissir þú að...

 • … konur fengu ekki kosningarétt í Sviss fyrr en 1971?
 • … Ingibjörg H. Bjarnason var fyrsta þingkona okkar Íslendinga?
 • … Pillan var tekin á lyfjaskrá á Íslandi árið 1967?

Clara Zetkin og Rósa Luxemburg árið 1910.Hugmyndina að sérstökum baráttudegi kvenna átti Clara Zetkin, þýsk kvenréttindakona og sósíalisti, sem bar hana fyrst upp á fundi Alþjóðasamtaka sósíalískra kvenna sem haldinn var í Kaupmannahöfn árið 1910. Þann fund sóttu 130 konur frá 16 löndum. Ekki var ákveðin dagsetning fastsett, en mikilvægt var að velja sunnudag þar sem það var eini frídagur verkakvenna í þá daga. Þess vegna voru dagsetningar nokkuð á reiki fyrstu árin en þó ætíð í marsmánuði. Fyrstu árin voru baráttumál kvennadagsins kosningaréttur kvenna og samstaða verkakvenna.

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna var fyrst haldinn hátíðlegur meðal sósíalískra kvenna í Danmörku, Þýskalandi, Austurríki og Sviss þann 19. mars árið 1911. Svíþjóð, Frakkland og Holland bættust síðan við árið 1912 og árið 1913 var alþjóðlegs baráttudags kvenna einnig minnst í Tékkóslóvakíu og Rússlandi. Árið 1914 söfnuðust konur þúsundum saman í Þýskalandi 8. mars og var það upphafið að stórum mótmælafundum og kröfugöngum verkamanna og –kvenna sem stóðu í heila viku. Árið 1917 gerðu konur í Pétursborg verkfall til að krefjast betri kjara og friðar. Allir pólitískir leiðtogar lögðust gegn verkfallinu en konurnar héldu sínu striki. Þennan dag bar upp á 8. mars samkvæmt okkar tímatali. Fjórum dögum síðar sagði keisarinn af sér og bráðabirgðastjórn veitti konum kosningarétt. Rússneska byltingin var hafin.

Árið 1921 ákvað Alþjóðasamband kommúnista að samþykkja tillögu Clöru Zetkin um að 8. mars yrði þaðan í frá baráttudagur kvenna. Vísað var til rússnesku byltingarinnar og þeirrar skriðu sem verkfall verkakvenna hafði hrundið af stað árið 1917.

Mjög var misjafnt eftir löndum hvernig og hvort baráttudags kvenna var minnst. Minna fór fyrir honum eftir því sem tímar liðu og þegar nasistar komust til valda í Þýskalandi árið 1933 voru öll samtök kvenna bönnuð og 8. mars gerður að mæðradegi. Alþjóðasamband lýðræðissinnaðra kvenna var stofnað í París árið 1945 Þau samtök ákváðu að dagurinn 8. mars yrði baráttudagur kvenna fyrir friði. Þann fund sat ein íslensk kona, Laufey Valdimarsdóttir, fulltrúi Kvenréttindafélags Íslands.

Með tilkomu nýju kvennahreyfingarinnar um 1970 gekk 8. mars í endurnýjun lífdaga. Sameinuðu þjóðirnar lýstu árið 1975 alþjóðlegt kvennaár og ákváðu 1977 að 8. mars skyldi vera alþjóðlegur kvennadagur Sameinuðu þjóðanna.

Heimildir:
Evans, Richard J. 1987. Comrades and Sisters. Feminism, Socialism and Pacifism in Europe 1870-1945. Brighton, Sussex: Wheatsheaf Books: St. Martin's Press.
Slaughter, Jane & Robert Kern (ritstj.), 1981. European Women on the Left. Socialism, Feminism and the Problems Faced by Political Women, 1880 to the Present. Westport, Conn.: Greenwood Press.

 • KVENNASÖGUSAFN ÍSLANDS
 • Kt. 640680-0169
 • Arngrímsgötu 3
 • 107 Reykjavík
 • Sími: 525 5779
 • Netfang:
  kvennasogusafn (hjá) landsbokasafn.is

Kvennasögusafn Íslands miðlar þekkingu um kvennasögu og rannsóknir og aðstoðar við öflun heimilda. Það er eina safnið sinnar tegundar á Íslandi. Safnið er sérstök eining í Landsbókasafni, Þjóðarbókhlöðu.