Merki Kvennasögusafns

Skjalahirsla

Skjöl safnsins og heimildir um kvennasögu

Facebook

Fylgstu með Kvennasögusafni á facebook

Hvenær gerðist það?

Ártöl og áfangar í kvennasögu.

Kvennablöð og tímarit:

Framsókn - Kvennablaðið
Ársrit hins íslenzka kvennfjelags -
Freyja - Hlín - 19. júní - Nýtt kvennablað - Melkorka Vera - Forvitin rauð

Áfangar


Áfangar í kosningarétti kvenna í sveitarstjórnum:

1882 Ekkjur og aðrar ógiftar konur er standa fyrir búi eða eiga á annan hátt með sig sjálfar fá kosningarétt á sömu forsendum og karlmenn: 25 ára, hafa átt fast aðsetur í hreppnum/bænum og hafa goldið skatt, mega ekki skulda sveitastyrk, vera fjár síns ráðandi og ekki öðrum háðar sem hjú, þ.e. ekki vinnukonur.
1886 Sömu konur og að ofan greinir fá kosningarétt við prestskosningar.
1902 Sömu konur og að ofan greinir fá kjörgengi.
1908 Giftar konur í Reykjavík og Hafnarfirði fá kosningarétt og kjörgengi.
1910 Giftar konur í öðrum sveitarfélögum fá kosningarétt og kjörgengi. Hjú fá kosningarétt en ekki kjörgengi.
1917-1924 Hjú fá kjörgengi í Reykjavík, á Akureyri og á Ísafirði.
1926 Hjú fá kjörgengi í öllum bæjar- og sveitarfélögum. Samræmd löggjöf um land allt.